Isavia hefur gefið út skulda­bréf í lokuðu út­boði að fjár­hæð 175 milljóna evra til banda­rískra fjár­festa sem jafn­gildir rúm­lega 25 milljörðum ís­lenskra króna.

Þetta kemur fram í til­kynningu en um er að ræða fyrstu skulda­bréfa­út­gáfu Isavia.

„Fjár­mögnunin, sem fengin er með út­gáfunni, verður notuð til endur­fjár­mögnunar á eldri lánum fé­lagsins, en með skulda­bréfa­út­boðinu er Isavia að tryggja sér fjár­magn á hag­stæðum kjörum til lengri tíma. Fjár­magnið verður einnig notað til að styðja við upp­byggingu á Kefla­víkur­flug­velli,“ segir í til­kynningunni.

Isavia hefur gefið út skulda­bréf í lokuðu út­boði að fjár­hæð 175 milljóna evra til banda­rískra fjár­festa sem jafn­gildir rúm­lega 25 milljörðum ís­lenskra króna.

Þetta kemur fram í til­kynningu en um er að ræða fyrstu skulda­bréfa­út­gáfu Isavia.

„Fjár­mögnunin, sem fengin er með út­gáfunni, verður notuð til endur­fjár­mögnunar á eldri lánum fé­lagsins, en með skulda­bréfa­út­boðinu er Isavia að tryggja sér fjár­magn á hag­stæðum kjörum til lengri tíma. Fjár­magnið verður einnig notað til að styðja við upp­byggingu á Kefla­víkur­flug­velli,“ segir í til­kynningunni.

Fjár­mögnunin var fram­kvæmd í einum á­fanga í ágúst 2023 og eru skulda­bréfin gefin út til 7-12 ára.

„Skulda­bréfa­út­gáfan styrkir fé­lagið veru­lega“

Um­sjónar­aðili skulda­bréfa­út­gáfunnar er DNB Markets Inc.

Ingi­björg Arnars­dóttir, fram­kvæmda­stjóri mann­auðs- og fjár­mála hjá Isavia, segir að skulda­bréfa­út­gáfan skili Isavia hag­stæðri endur­fjár­mögnun.

„Við erum í dag að fjár­magna okkur á mun betri kjörum en bjóðast á inn­lendum markaði - þannig að skulda­bréfa­út­gáfan styrkir fé­lagið veru­lega í þeirri mikil­vægu þróun sem stendur yfir á Kefla­víkur­flug­velli“ segir Ingi­björg.

„Fjár­festar sýna Isavia mikið traust í þessari fyrstu skulda­bréfa­út­gáfu fé­lagsins. Mót­tökurnar voru af­skap­lega góðar hjá fjár­festum,“ segir Ingi­björg.