Birta Aradóttir, verkefnastjóri markaðsmála og upplifunar hjá Isavia, segir í samtali við Viðskiptablaðið að týndur farangur sé ekki undir neinum kringumstæðum seldur. Hún segir að allt sem tapast hjá Keflavíkurflugvelli sé annað af Securitas.

Isavia heyrði fyrst af því í nóvember í fyrra að verið væri að auglýsa týndan farangur til sölu á fölsuðum Facebook-síðum og virðast nú fleiri slíkar síður vera að skjóta upp kollinum á ný.

Birta Aradóttir, verkefnastjóri markaðsmála og upplifunar hjá Isavia, segir í samtali við Viðskiptablaðið að týndur farangur sé ekki undir neinum kringumstæðum seldur. Hún segir að allt sem tapast hjá Keflavíkurflugvelli sé annað af Securitas.

Isavia heyrði fyrst af því í nóvember í fyrra að verið væri að auglýsa týndan farangur til sölu á fölsuðum Facebook-síðum og virðast nú fleiri slíkar síður vera að skjóta upp kollinum á ný.

„Það er erfitt að ná beinu sambandi við Meta, móðurfyrirtæki Facebook, til að fá síður sem þessar teknar niður og það er einnig reynsla annarra íslenskra fyrirtækja og alþjóðaflugvalla í öðrum löndum sem hafa orðið fyrir svipuðu svindli,“ segir Birta.

Þegar málið kom fyrst upp í fyrra höfðu margir samband við flugvöllinn og var þeim þá upplýst að um svik væri að ræða. Birta segir að eina leiðin sé að tilkynna síðurnar á Facebook og benda síðan á það opinberlega að um svikasíðu sé að ræða.

Falsaðar Facebook-síður sem þessar virðast vera duglegar í því að nota gervigreind og Google Translate.
© Skjáskot (Skjáskot)

„Við höfum ítrekað tilkynnt síðuna og sagt frá svindlinu í fjölmiðlum. Hve margar tilkynningar þarf til að fá svona síður teknar niður vitum við ekki.“

Birta segir að þegar málið kom fyrst upp hafi Isavia hafið það ferli að fá Facebook-síðu Keflavíkurflugvallar staðfesta af Facebook með bláu merki. Það ferli hafi tekið um hálft ár og er nú í höfn. Hún segir að ef síðan sé ekki merkt með bláa merkinu og lógói flugvallarins þá sé um svikasíðu að ræða.

„Í fæstum tilvikum er það farangur sem týnist á flugvellinum sjálfum. Flugfélög og þjónustuaðilar þeirra hafa hann í sinni vörslu eftir að hann hefur verið innritaður og kominn í gegnum flokkunarkerfið og geta félögin og þjónustuaðilar betur sagt til um þeirra ferli ef farangur tapast hjá þeim.“

Birta bætir við að það sem týnist á Keflavíkurflugvelli og ratar í tapað fundið séu yfirleitt smærri munir eins og farsímar, spjaldtölvur og leikföng. Þá er hægt að hafa samband við þjónustuaðila Isavia vegna týndra muna en sé þeirra ekki vitjað innan 30-60 daga er munum fargað.