Isavia hefur sent frá sér fréttatilkynningu vegna gagnrýni Birgis Bieltvedt, eigenda Joe & The Juice, á skilyrði um áfengissölu og tilbúna rétti í útboði um rekstur þriggja veitingastaða í Leifsstöð.

Birgir tilkynnti fyrr í dag að Joe & The Juice hefði ákveðið að draga sig úr útboðinu og verður tveimur sölustöðum skyndibitakeðjunnar lokað á næstu mánuðum eftir tæplega átta ára dvöl í Leifsstöð.

Isavia hefur sent frá sér fréttatilkynningu vegna gagnrýni Birgis Bieltvedt, eigenda Joe & The Juice, á skilyrði um áfengissölu og tilbúna rétti í útboði um rekstur þriggja veitingastaða í Leifsstöð.

Birgir tilkynnti fyrr í dag að Joe & The Juice hefði ákveðið að draga sig úr útboðinu og verður tveimur sölustöðum skyndibitakeðjunnar lokað á næstu mánuðum eftir tæplega átta ára dvöl í Leifsstöð.

Isavia tekur fram að veitingarýmin þrjú í flugstöðinni séu boðin út sem ein heild. Umrætt útboð sé nú á lokastigi.

„Þar er lögð megináhersla á fjölbreytt framboð fyrir farþega í veitingaþjónustu. Það þýðir að mismunandi vörumerki geta tekið höndum saman og unnið í sama rými til að uppfylla þær kröfur. Það hefur verið gert í fyrri útboðsniðurstöðum og er alþekkt fyrirkomulag á alþjóðaflugvöllum um allan heim.“

Bent er á að Isavia sé skylt að bjóða út alla verslunar- og veitingaþjónustu í flugstöðinni á nokkurra ára fresti á öllu Evrópska efnahagssvæðinu og eru þau útboð opin öllum. Legið hafi fyrir frá upphafi hverjar kröfurnar væru og kom það fram á kynningarfundi fyrir tæpu ári og í öllum útboðsgögnum.

„Snemma á síðasta ári héldum við vel sóttan kynningarfund um væntanleg útboð á verslunar- og veitingarými á Keflavíkurflugvelli. Tilgangur fundarins var einnig að leiða saman aðila sem gætu unnið saman að útboðum. Síðan hafa verið haldin útboð sem öll hafi gengið vel og leitt til niðurstöðu sem mun auka úrval á mat, drykk og verslunartækifærum á Keflavíkurflugvelli,“ segir Gunnhildur Erla Vilbergsdóttir, deildarstjóri verslunar og veitinga hjá Isavia.