Ísbúð Vesturbæjar skilaði 23 milljóna króna hagnaði eftir skatta í fyrra líkt og árið áður. Tekjur félagsins, sem heldur úti sex ísbúðum, jukust um 4,5% milli ára og námu 557 milljónum króna.

Rekstrargjöld félagsins námu 557 milljónum króna á síðasta ári, þar af voru laun og tengd gjöld 265 milljónir eða rúmur helmingur rekstrarkostnaðarins. Ársverkum fækkaði úr 33 í 31 milli ára.

Ísbúð Vesturbæjar skilaði 23 milljóna króna hagnaði eftir skatta í fyrra líkt og árið áður. Tekjur félagsins, sem heldur úti sex ísbúðum, jukust um 4,5% milli ára og námu 557 milljónum króna.

Rekstrargjöld félagsins námu 557 milljónum króna á síðasta ári, þar af voru laun og tengd gjöld 265 milljónir eða rúmur helmingur rekstrarkostnaðarins. Ársverkum fækkaði úr 33 í 31 milli ára.

„Rekstur félagsins var með sambærilegu móti og árið áður og hækkuðu tekjur um 4,5%. Stjórnendur reikna með að starfsemi félagsins muni ekki breytast verulega að umfangi á næstu árum,“ segir í skýrslu stjórnar í nýbirtum ársreikningi.

Eignir Ísbúðar Vesturbæjar voru bókfærðar á 79 milljónir króna í árslok 2023 og eigið fé var 54 milljónir. Stjórn félagsins leggur til að enginn arður verði greiddur á árinu 2024.

Móðurfélagið greiðir út allt að 330 milljónir

Ísbúð Vesturbæjar er alfarið í eigu framleiðslufyrirtækisins Kjarnavara. Guðjón Rúnarsson á þriðjungshlut í félaginu en eftirstandandi hlutur er í eigu danska félagsins Dragsbæk A/S.

Kjarnavörur högnuðust um 267 milljónir króna árið 2023 samanborið við 308 milljónir árið áður. Tekjur félagsins jukust um 118 milljónir króna á milli ára, eða um 13%, og námu 2,2 milljörðum króna.

Meðal þekktra vörumerkja Kjarnavara eru Ljóma smjörlíki, Smyrja viðbit, Kjarna sultur og grautar, Kjarna majónes og sósur og Úrvals sósur. Kjarnavörur eiga um 67% hlut í Nonna litla ehf., sem framleiðir m.a. sósur, og um 56% hlut í Innbaki hf.

Eignir Kjarnavara námu 1,6 milljörðum króna í árslok 2023 og eigið fé var um 820 milljónir. Stjórn Kjarnavara leggur til að allt að 330 milljónir verði greiddar í arð til hluthafa á árinu 2024, að því er kemur fram í ársreikningi félagsins.