Iceland Sea­food International (ISI) hefur lokið rúm­lega 1 milljarðs króna hluta­fjár­aukningu sam­kvæmt Kaup­hallar­til­kynningu fé­lagsins í morgun.

Stjórn fé­lagsins fékk heimild á hlut­hafa­fundi í októ­ber að auka hluta­fé fé­lagsins um allt að 200 milljónir að nafn­verði til að styrkja fjár­hags­stöðu fé­lagsins.

Iceland Sea­food International (ISI) hefur lokið rúm­lega 1 milljarðs króna hluta­fjár­aukningu sam­kvæmt Kaup­hallar­til­kynningu fé­lagsins í morgun.

Stjórn fé­lagsins fékk heimild á hlut­hafa­fundi í októ­ber að auka hluta­fé fé­lagsins um allt að 200 milljónir að nafn­verði til að styrkja fjár­hags­stöðu fé­lagsins.

Upp­haf­lega var miðað við 5,55 krónu gengi hluta­bréfa fé­lagsins og ætlaði ISI að sækja allt að 1,1 milljarð króna. Að lokum var miðað við 5,40 krónu gengi og sótti fé­lagið 1,08 milljarð króna með út­gáfu nýs hluta­fjár.

Sam­svarar það um það bil 6,5% eignar­hlut í Iceland Sea­food.

Dagslokagengi félaggins í gær var 5,65 krónur.

Iceland Sea­food réðst í 900 milljóna króna hluta­fjár­út­boð í maí síðast­liðnum og var gengið í út­boðinu 6,0 krónur á hlut.

Fjórir stærstu hlut­hafar fé­lagsins tóku þátt í út­boðinu og tryggðu sér ó­breytta eignar­hlut­deild í fé­laginu.

Í septem­ber lét Bjarni Ár­manns­son af störfum sem for­stjóri Iceland Sea­food og Ægir Páll Frið­berts­son tók við en sam­hliða því seldi Bjarni 10,8% hlut sinn til Brims. Gengið í við­skiptunum var 5,3 krónur á hlut.