Iceland Sea­food International (ISI) tapaði 20,7 milljónum evra á fyrstu níu mánuðum ársins sem sam­svarar rúm­lega 3,1 milljarði króna. Mun það vera tölu­vert meira tap en á sama tíma­bili í fyrra þegar fé­lagið tapaði 5 milljónum evra.

Í lok ágúst greindi fé­lagið frá því að það væri að yfir­gefa Bret­lands­markað en ISI náði sam­komu­lagi um sölu á öllu hluta­fé í breska dóttur­fé­laginu Iceland Sea­food UK til danska sjávar­af­urða­fyrir­tækisins Esper­sen A/S.

Í upp­gjörinu segir að fé­lagið bók­færi um 18,8 milljóna evru tap vegna sölunnar sem var kláruð á fjórðungnum.

Iceland Sea­food International (ISI) tapaði 20,7 milljónum evra á fyrstu níu mánuðum ársins sem sam­svarar rúm­lega 3,1 milljarði króna. Mun það vera tölu­vert meira tap en á sama tíma­bili í fyrra þegar fé­lagið tapaði 5 milljónum evra.

Í lok ágúst greindi fé­lagið frá því að það væri að yfir­gefa Bret­lands­markað en ISI náði sam­komu­lagi um sölu á öllu hluta­fé í breska dóttur­fé­laginu Iceland Sea­food UK til danska sjávar­af­urða­fyrir­tækisins Esper­sen A/S.

Í upp­gjörinu segir að fé­lagið bók­færi um 18,8 milljóna evru tap vegna sölunnar sem var kláruð á fjórðungnum.

Nei­kvæð á­hrif bresku starf­seminnar á ISI á árinu 2023 voru á­ætluð um 15 milljónir punda samkvæmt uppgjöri annars ársfjórðungs. Virðis­rýrnun rekstrar­fjár­muna var þar metið upp á 7,1 milljónir punda og af­skriftir birgða upp á 1,32 milljónir punda.

Eignir sam­stæðunnar í lok septem­ber voru bók­færðar á 250,3 milljónir evra sem er 40 milljón evrum lægra en í upp­hafi árs.

Rekstrar­hagnaður fyrir skatta og af­skriftir var nei­kvæður um 1,9 milljónir evra á fyrstu níu mánuðum ársins í saman­burði við 8,7 milljón evra hagnað 2022.

Sölu­tekjur fé­lagsins á þriðja árs­fjórðungi námu 95,8 milljónum evra sem er 11% lægra en á þriðja árs­fjórðungi 2022. Sölu­tekjur á fyrstu 9 mánuðum ársins námu 318,1 milljónum evra og er 1% hærra á milli ára en það stafar af öflugum fyrsta árs­fjórðungi.

„Sam­dráttur í kaup­mætti í aðal­við­skipta­löndum“

Þann 24. septem­ber var til­kynnt að Bjarni Ár­manns­son, for­stjóri Iceland Sea­food International (IS), væri að láta af störfum eftir að hafa gegnt stöðunni í fimm ár. Ægir Páll Frið­berts­son var ráðinn nýr for­stjóri Iceland Sea­food.

Sam­hliða þessu seldi Sjávar­sýn, fjár­festingar­fé­lag Bjarna, allan 10,8% eignar­hlut sinn í fé­laginu til út­gerðar­fé­lagsins Brims á 1.644 milljónir króna. Gengið í við­skiptunum var 5,3 krónur á hlut. Dagsloka­gengi ISI var 5,7 krónur í Kaup­höllinni í dag.

Sam­kvæmt upp­gjöri félagsins hafði óða­verð­bólga og háir vextir nei­kvæð á­hrif á kaup­mátt og þar með nei­kvæð á­hrif á eftir­spurn.

Þá réðst fyrir­tækið í verð­breytingar á fjórðungnum sem hafa nei­kvæð á­hrif til skamms tíma en já­kvæð á­hrif til lengri tíma.

„Sam­dráttur í kaup­mætti í aðal­við­skipta­löndum í bland við á­fram­haldandi ó­vissu í al­þjóða­stjórn­málum hefur leitt til dræmrar sölu á þriðja árs­fjórðungi,“ segir Ægir Páll Frið­berts­son for­stjóri ISI í upp­gjörinu.

Ægir segir að sala sam­stæðunnar á Iceland Sea­food UK hafi spilað stóran þátt í slæmri af­komu þriðja árs­fjórðungs en hann trúi því að eftir standi fyrir­tæki á Spáni og Ír­landi sem verða arð­bær í fram­tíðinni.

„Mark­miðið er að gera Iceland Sea­food til­búið í að takast á við á­skoranir fram­tíðarinnar sem ég trúi að verði fé­laginu, eig­endum og starfs­mönnum í hag.“