Ur­sula von der Leyen, for­seti fram­kvæmda­stjórnar Evrópu­sam­bandsins, og Katrín Jakobs­dóttir for­sætis­ráð­herra til­kynntu á sam­eigin­legum blaða­manna­fundi í dag að Ís­land muni hljóta undan­þágur frá fyrir­hugaðri lög­gjöf ESB um losunar­heimildir á flug­ferðum.

Um er að ræða bráða­birgða­sam­komu­lag um að Ís­landi og ís­lensk flug­fé­lög haldi á­fram að hafa fríar losunar­heimildir til og með árinu 2026.

Katrín og von der Leyen til­kynntu þetta á blaða­manna­fundi í Ráð­herra­bú­staðnum á fjórða tímanum í dag en mbl.is greinir frá.

Von der Leyen sagðist sýna Ís­lendingum skilning í málinu og að sam­eigin­leg lausn hefði fundist í málinu sem þó væri enn í vinnslu og verður út­fært betur síðar. Katrín var á sama máli og sagði að málið yrði rætt nánar inna ríkis­stjórnarinnar en sagði ljóst að lendingin væri sú að tekið yrði til­lit til ís­lenskra að­stæðna.

Í mars á þessu ári sagði Þór­dís Kol­brún Reyk­fjörð Gylfa­dóttir, utan­ríkis­ráð­herra að um væri að ræða stærsta hags­muna­­mál Ís­lands frá upp­­töku EES-samn­ings­ins. Ut­an­­rík­is­þjón­ust­an hefði farið í for­­dæma­­laust átak til að reyna að hafa á­hrif á lög­­gjöf ESB.