Íslandsbanki hefur gjaldfært líklega stjórnvaldssektar frá fjármálaeftirlits Seðlabankans vegna söluferlis ríkisins á 22,5% hlut í Íslandsbanka frá 22. mars í fyrra að því er fram kemur í nýbirtu uppgjöri bankans.
Íslandsbanki sagði frá því fyrir mánuði að samkvæmt frummati fjármálaeftirlitsins kunni að hafa brotið gegn ákvæðum laga og reglna sem um starfsemi hans gilda. Íslandsbanki hefur óskað eftir að ljúka málinu með sátt.
„Stjórnendur bankans taka frummat FME alvarlega. Bankinn hefur sett fram hluta skýringa sinna og sjónarmiða við frummati FME og mun ljúka því fyrir miðjan febrúar og væntir viðbragða FME í kjölfar þess,“ segir í skýringu við ársreikning Íslandsbanka.
Þá er bent á að Íslandsbanki haf þegar gert breytingar á innri reglum og ferlum í kjölfar útboðsins og muni halda slíkri vinnu áfram eftir því sem tilefni gefist til.
„Fjárhæð mögulegrar stjórnvaldssektar hefur ekki verið ákveðin, en bankinn hefur metið fjárhagsleg áhrif mögulegrar stjórnvaldssektar og fært skuldbindingu vegna málsins byggða á innra mati. Ekki verður greint frá fjárhæð skuldbindingarinnar,“ segir enn fremur í skýringu við ársreikning Íslandsbanka.