Vextir hjá Ís­lands­banka hækka á mánu­daginn 4. septem­ber í kjöl­far vaxta­á­kvörðunar Seðla­banka Ís­lands þann 23. ágúst síðast­liðinn.

Seðla­bankinn hækkaði stýri­vexti um 0,50 prósentu­stig. Sam­kvæmt til­kynningu Ís­lands­banka munu vextir hjá Ergo síðan breytast 8. septem­ber næst­komandi.

Vaxta­breytingarnar eru eftir­farandi:

 • Vextir á ó­verð­tryggðum inn­láns­reikningum hækka um 0,50 prósentu­stig.
 • Vextir á verð­tryggðum inn­láns­reikningum ein­stak­linga og fyrir­tækja hækka um allt að 0,50 prósentu­stig.
 • Vextir á al­mennum veltu­reikningum hækka um 0,35 prósentu­stig.
 • Breyti­legir vextir ó­verð­tryggðra hús­næðis­lána hækka um 0,50 prósentu­stig.
 • Fastir vextir ó­verð­tryggðra hús­næðis­lána til 3 ára hækka um 0,40 prósentu­stig.
 • Breyti­legir vextir verð­tryggðra hús­næðis­lána hækka um 0,50 prósentu­stig.
 • Fastir vextir verð­tryggðra hús­næðis­lána til 5 ára hækka um 0,50 prósentu­stig.
 • Breyti­legir ó­verð­tryggðir kjör­vextir hækka um 0,50 prósentu­stig.
 • Breyti­legir verð­tryggðir kjör­vextir hækka um 0,30 prósentu­stig.
 • Breyti­legir ó­verð­tryggðir kjör­vextir Ergo og vextir bíla­lána og bíla­samninga hækka um 0,50 prósentu­stig.
 • Yfir­dráttar­vextir ein­stak­linga og fyrir­tækja hækka um 0,50 prósentu­stig.

Í til­kynningu segir að breytingar á lánum sem falla undir lög um neyt­enda­lán eða lög um fast­eigna­lán til neyt­enda taka þó gildi í sam­ræmi við skil­mála þeirra og til­kynningar þar að lútandi.