Íslandsbanki hefur ákveðið að lækka óverðtryggðaa vexti inn- og útlána frá og með næsta miðvikudegi, 9. október, að því er kemur fram í tilkynningu á vef bankans. Lækkunin kemur í kjölfar 0,25 prósenta stýrivaxtalækkunar Seðlabankans í gær.

Íslandsbanki hefur ákveðið að lækka óverðtryggðaa vexti inn- og útlána frá og með næsta miðvikudegi, 9. október, að því er kemur fram í tilkynningu á vef bankans. Lækkunin kemur í kjölfar 0,25 prósenta stýrivaxtalækkunar Seðlabankans í gær.

Breytilegir vextir óverðtryggðra húsnæðislána lækka um 0,25 prósentustig, úr 11,0% í 10,75%.

Þá lækka vextir á óverðtryggðum sparnaðarreikningum, vextir á óverðtryggðum veltureikningum og vextir á yfirdráttarlánum um 0,25 prósentustig. Breytilegir óverðtryggðir kjörvextir Ergo og óverðtryggðir vextir bílalána og bílasamninga lækka um 0,25 prósentustig sem og óverðtryggðir kjörvextir bankans.

Arion banki tilkynnti fyrr í dag um lækkun á vöxtum óverðtryggðra húsnæðislána, bæði breytilega og fastra.