Dagsloka­gengi Ís­lands­banka nam 116 krónum í Kaup­höllinni í dag en gengið var lengi vel í 117 krónum sem sam­svarar út­boðs­gengi í út­boði banka­sýslunnar 22. mars 2022. Út­boðs­gengið væri þó 135 krónur í dag á verð­lagi dagsins í dag.

Hluta­bréf í Ís­lands­banka fór í fyrsta sinn undir út­boðs­gengið eftir út­boðið 24. janúar 2023 er dagsloka­gengi bankans nam 116,6 krónur. Gengi bankans hefur ekki verið yfir út­boðs­genginu síðan í lok júlí í fyrra er gengið fór yfir 122 krónur en tók síðan að dala er leið á árið.

Gengið fór lægst í 100 krónur í fyrra en gengi bankans hefur hækkað um 9% síðast­liðinn mánuð og 4,5% á fyrstu tveimur við­skipta­dögum ársins.

Hluta­bréf í málm­leitar­fé­laginu Amaroq minerals leiddi hækkanir í dag er gengið fór upp um 4% í 232 milljón króna við­skiptum. Amaroq leiddi hækkanir á liðnu ári er gengið fór upp um 53% í fyrra.

Eftir lokun markaða í gær­kvöldi var til­kynnt að Eldur Ólafs­son, stofnandi og for­stjóri fé­lagsins, hefði keypt sam­tals 59,800 hluti í fé­laginu milli jóla og ný­árs.

Al­vot­ech hækkaði um 2,56% í 140 milljón króna við­skiptum en fyrir­tækið til­kynnti í nótt um já­kvæða niður­stöðu rann­sóknar á AVT06, fyrir­hugaðri líf­tækni­lyfja­hlið­stæðu við Ey­lea (afli­bercept). Gengi lyfja­fyrir­tækisins hefur hækkað um 21% síðast­liðinn mánuð.

Fjár­festinga­fé­lagið SKEL leiddi lækkanir á markaði er gengið fór niður um 2%. SKEL gekk ný­verið frá kaupum á öllu hluta­fé í eignar­halds­fé­laginu Bjarma ehf. en það fé­lag hefur haldið utan um 5% eignar­hlut í mat­vöru­keðjunni Sam­kaup hf.