Ís­lands­banki var sýknaður af kröfum tveggja lántak­enda í vaxta­málinu svo­kallaða en málið snýr að skilmálum við­skipta­bankanna og fram­kvæmd lána með breyti­legum vöxtum.

Héraðs­dómur Reykja­ness kvað upp dóm í málinu rétt í þessu en mbl.is greinir frá niður­stöðunni.

Neyt­enda­samtökin hafa talið skilmálana ekki standast lög og byrjuðu samtökin að senda kvörtunar­bréf til Ís­lands­banka, Arion banka og Lands­bankans í apríl 2020.

Samtökin birtu í kjölfarið aug­lýsingar þar sem safnað var í 2.500 manna hóps­málsókn gegn bönkunum þremur og því haldið fram að skilmálar bankanna á óverð­tryggðum breyti­legum vöxtum hafi ekki verið nægi­lega skýrir.

Í lok árs 2021 voru bönkunum þrem birtar sex stefnur frá Neyt­enda­samtökunum. Málin gegn Arion banka og Lands­bankanum voru þing­fest í Héraðs­dómi Reykja­víkur en málið gegn Ís­lands­banka í Héraðs­dómi Reykja­ness.

Íslandsbanki gerði ráð fyrir í árshlutauppgjöri sínu að mögulegt fjárhagslegt tap af endanlegri niðurstöðu gæti endað í 15 milljörðum króna en bankinn gerði engar varúðarfærslur vegna málsins.

Jón Guðni Ómars­son, banka­stjóri Ís­lands­banka, sagði í sam­tali við Dagmál í lok október að hann teldi lík­legasta niður­staðan í málinu vera sú að bankinn myndi vinna málið.

„Mér finnst ólík­legt að við töpum þessu máli. Það er ekki lík­legt að dómstólar komist að þeirri niður­stöðu að við megum ekki breyta vöxtunum með nokkrum hætti,” sagði Jón Guðni.

Breki Karls­son, for­maður Neyt­enda­sam­takanna, sagðist þó búast við„stórtíðindum“ úr héraðsdómi.

Aðalmeðferð í máli Neyt­enda­samtakanna gegn Landsbankanum fór fram í byrjun nóvember.

Neytendastofa rekur einnig sambærilegt mál um breytilega vexti fyrir Landsrétti og er málflutningur í haust.

Mál Neytendastofu snýr að Íslandsbanka og byggir á því meðal annars að upplýsingagjöf til neytenda væri ekki nægilega góð.

Í maí á þessu ári birti EFTA-dóm­stóllinn ráð­gefandi álit í máli Neytendastofu gegn Ís­lands­banka en þar sagði dóm­stóllinn að ís­lenskir lán­veit­endur þyrftu að skýra skil­mála lána með breyti­legum vöxtum betur.

Héraðs­dómur Reykja­víkur, Héraðs­dómur Reykja­ness og Lands­réttur vísuðu spurningum til EFTA-dóm­stólsins vegna mála snýr að bæði Íslandsbanka og Landsbankanum.

Neytendastofa rekur nú svipað mál um breytilega vexti fyrir Landsrétti og er málflutningur í haust.

Mál Neytendastofu snýr að Íslandsbanka og byggir á því meðal annars að upplýsingagjöf til neytenda væri ekki nægilega góð.

Í maí á þessu ári birti EFTA-dóm­stóllinn ráð­gefandi álit í máli Neytendastofu gegn Ís­lands­banka en þar sagði dóm­stóllinn að ís­lenskir lán­veit­endur þyrftu að skýra skil­mála lána með breyti­legum vöxtum betur.

Héraðs­dómur Reykja­víkur, Héraðs­dómur Reykja­ness og Lands­réttur vísuðu spurningum til EFTA-dóm­stólsins vegna mála snýr að bæði Íslandsbanka og Landsbankanum.

EFTA-dóm­stóllinn komst að þeirri niður­stöðu m. a. að túlka eigi til­skipunina með þeim hætti að lán­veitanda beri að út­lista með tæmandi talningu, bæði á stöðluðu eyðu­blaði með stöðluðum upp­lýsingum um evrópsk neyt­enda­lán (SECCI) og í láns­samningnum, þau skil­yrði sem á­kvörðun hans um að breyta vöxtum láns með breyti­legum vöxtum byggist á.

Í ráð­gefandi á­litinu er þó einnig komist að þeirri niður­stöðu að það sé lands­dóms­tóla, þ.e. ís­lenskra dóm­stóla, að skera úr um hvort skil­málar samnings um fast­eigna­lán með breyti­legum vöxtum upp­fylli kröfur til­skipunarinnar um góða trú, jafn­vægi og gagn­sæi.

Þá er það einnig dóm­stóla hér­lendis að meta hvort skil­málar teljist ó­rétt­mætir sam­kvæmt til­skipuninni og hvaða af­leiðingar það hafi ef skil­málar eru taldir ó­rétt­mætir