Íslandsbanki var sýknaður af kröfum tveggja lántakenda í vaxtamálinu svokallaða en málið snýr að skilmálum viðskiptabankanna og framkvæmd lána með breytilegum vöxtum.
Héraðsdómur Reykjaness kvað upp dóm í málinu rétt í þessu en mbl.is greinir frá niðurstöðunni.
Neytendasamtökin hafa talið skilmálana ekki standast lög og byrjuðu samtökin að senda kvörtunarbréf til Íslandsbanka, Arion banka og Landsbankans í apríl 2020.
Samtökin birtu í kjölfarið auglýsingar þar sem safnað var í 2.500 manna hópsmálsókn gegn bönkunum þremur og því haldið fram að skilmálar bankanna á óverðtryggðum breytilegum vöxtum hafi ekki verið nægilega skýrir.
Í lok árs 2021 voru bönkunum þrem birtar sex stefnur frá Neytendasamtökunum. Málin gegn Arion banka og Landsbankanum voru þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur en málið gegn Íslandsbanka í Héraðsdómi Reykjaness.
Íslandsbanki gerði ráð fyrir í árshlutauppgjöri sínu að mögulegt fjárhagslegt tap af endanlegri niðurstöðu gæti endað í 15 milljörðum króna en bankinn gerði engar varúðarfærslur vegna málsins.
Jón Guðni Ómarsson, bankastjóri Íslandsbanka, sagði í samtali við Dagmál í lok október að hann teldi líklegasta niðurstaðan í málinu vera sú að bankinn myndi vinna málið.
„Mér finnst ólíklegt að við töpum þessu máli. Það er ekki líklegt að dómstólar komist að þeirri niðurstöðu að við megum ekki breyta vöxtunum með nokkrum hætti,” sagði Jón Guðni.
Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna, sagðist þó búast við„stórtíðindum“ úr héraðsdómi.
Aðalmeðferð í máli Neytendasamtakanna gegn Landsbankanum fór fram í byrjun nóvember.
Neytendastofa rekur einnig sambærilegt mál um breytilega vexti fyrir Landsrétti og er málflutningur í haust.
Mál Neytendastofu snýr að Íslandsbanka og byggir á því meðal annars að upplýsingagjöf til neytenda væri ekki nægilega góð.
Í maí á þessu ári birti EFTA-dómstóllinn ráðgefandi álit í máli Neytendastofu gegn Íslandsbanka en þar sagði dómstóllinn að íslenskir lánveitendur þyrftu að skýra skilmála lána með breytilegum vöxtum betur.
Héraðsdómur Reykjavíkur, Héraðsdómur Reykjaness og Landsréttur vísuðu spurningum til EFTA-dómstólsins vegna mála snýr að bæði Íslandsbanka og Landsbankanum.
Neytendastofa rekur nú svipað mál um breytilega vexti fyrir Landsrétti og er málflutningur í haust.
Mál Neytendastofu snýr að Íslandsbanka og byggir á því meðal annars að upplýsingagjöf til neytenda væri ekki nægilega góð.
Í maí á þessu ári birti EFTA-dómstóllinn ráðgefandi álit í máli Neytendastofu gegn Íslandsbanka en þar sagði dómstóllinn að íslenskir lánveitendur þyrftu að skýra skilmála lána með breytilegum vöxtum betur.
Héraðsdómur Reykjavíkur, Héraðsdómur Reykjaness og Landsréttur vísuðu spurningum til EFTA-dómstólsins vegna mála snýr að bæði Íslandsbanka og Landsbankanum.
EFTA-dómstóllinn komst að þeirri niðurstöðu m. a. að túlka eigi tilskipunina með þeim hætti að lánveitanda beri að útlista með tæmandi talningu, bæði á stöðluðu eyðublaði með stöðluðum upplýsingum um evrópsk neytendalán (SECCI) og í lánssamningnum, þau skilyrði sem ákvörðun hans um að breyta vöxtum láns með breytilegum vöxtum byggist á.
Í ráðgefandi álitinu er þó einnig komist að þeirri niðurstöðu að það sé landsdómstóla, þ.e. íslenskra dómstóla, að skera úr um hvort skilmálar samnings um fasteignalán með breytilegum vöxtum uppfylli kröfur tilskipunarinnar um góða trú, jafnvægi og gagnsæi.
Þá er það einnig dómstóla hérlendis að meta hvort skilmálar teljist óréttmætir samkvæmt tilskipuninni og hvaða afleiðingar það hafi ef skilmálar eru taldir óréttmætir