Úrvalsvísitalan hækkaði um 1,2% í 2,6 milljarða króna veltu á aðalmarkaði Kauphallarinnar í dag en helmingur félaga markaðarins hækkuðu um meira en 1%.
Reitir leiddu hækkanir en gengi fasteignafélagsins hækkaði um 3% í 121 milljónar króna viðskiptum og stendur nú í 85 krónum á hlut.
Auk Reita hækkuðu hlutabréf Alvotech, Eimskips, Skeljar, Icelandair og VÍS um meira en 2%. Hlutabréfaverð Icelandair stendur nú í 1,95 krónum á hlut eftir 20% hækkun frá áramótum og hefur ekki verið hærra frá því í október síðastliðnum.
Gengi Íslandsbanka í 116,6 krónum
Fimm félög aðalmarkaðarins lækkuðu í viðskiptum dagsins. Meðal þeirra var Íslandsbanki en gengi bankans féll um 0,9% í 220 milljóna veltu og stendur nú í 116,6 krónum á hlut.
Um er að ræða í fyrsta sinn frá útboði Bankasýslu ríkisins á 22,5% hlut í bankanum í mars 2022 sem dagslokagengi bankans fer undir 117 krónu útboðsgengið. Dagslokagengið hafði áður jafnað útboðsgengið í 117,0 krónum í maí og október síðastliðnum.