Íslendingar nota farsíma hlutfallslega mikið til að tala, en senda aftur á móti færri SMS en íbúar á hinum Norðurlöndunum og Eystrasaltslöndunum. Þetta er meðal þess sem kemur fram í skýrslu sem Póst- og fjarskiptastofnun og systurstofnanir á Norðurlöndunum og í Eystrasaltslöndunum hafa tekið saman um notkun helstu þátta fjarskiptaþjónustu í löndunum átta.

Á heildina litið er fjarskiptanotkun mjög lík í þessum löndum en þó má sjá mun á notkun einstakra þátta. Íslendingar eru t.a.m. með flestar háhraða internettengingar miðað við höfðatölu fyrir niðurhalshraðann 30 Mb/sek. eða meira. Aftur á móti eru Íslendingar með næstminnstu gagnanotkunina í farnetum ef litið er eingöngu til Norðurlandanna fimm. Má líklega rekja það til þess að útbreiðsla þriðju og fjórðu kynslóða farneta hófst síðar hér en á hinum Norðurlöndunum. Á Íslandi eru einnig fæstar áskriftir í farnetum miðað við höfðatölu

Varðandi þróunina í sjónvarpsdreifingu yfir internetið (IPTV) skera Íslendingar sig úr og eru með langflestar áskriftir miðað við höfðatölu, enda hefur hvorki kapalsjónvarp né sjónvarp um gervitungl verið til staðar í sama mæli hér og í samanburðarlöndunum.

Athygli vekur að Íslendingar eru fastheldnastir íbúa samanburðarlandanna þegar kemur að notkun hemasíma og tala lengur í slíka síma en aðrir.

Íslendingar nota farsíma hlutfallslega mikið til að tala, en senda aftur á móti færri SMS en íbúar á hinum Norðurlöndunum og Eystrasaltslöndunum. Þetta er meðal þess sem kemur fram í skýrslu sem Póst- og fjarskiptastofnun og systurstofnanir á Norðurlöndunum og í Eystrasaltslöndunum hafa tekið saman um notkun helstu þátta fjarskiptaþjónustu í löndunum átta.

Á heildina litið er fjarskiptanotkun mjög lík í þessum löndum en þó má sjá mun á notkun einstakra þátta. Íslendingar eru t.a.m. með flestar háhraða internettengingar miðað við höfðatölu fyrir niðurhalshraðann 30 Mb/sek. eða meira. Aftur á móti eru Íslendingar með næstminnstu gagnanotkunina í farnetum ef litið er eingöngu til Norðurlandanna fimm. Má líklega rekja það til þess að útbreiðsla þriðju og fjórðu kynslóða farneta hófst síðar hér en á hinum Norðurlöndunum. Á Íslandi eru einnig fæstar áskriftir í farnetum miðað við höfðatölu

Varðandi þróunina í sjónvarpsdreifingu yfir internetið (IPTV) skera Íslendingar sig úr og eru með langflestar áskriftir miðað við höfðatölu, enda hefur hvorki kapalsjónvarp né sjónvarp um gervitungl verið til staðar í sama mæli hér og í samanburðarlöndunum.

Athygli vekur að Íslendingar eru fastheldnastir íbúa samanburðarlandanna þegar kemur að notkun hemasíma og tala lengur í slíka síma en aðrir.