Íslenskum og öðrum erlendum ríkisborgurum, sem ekki hafa dvalarleyfi í Bretlandi, verður skylt að sækja um sækja rafrænt ferðaleyfi (ETA, Electronic Travel Authorisation) áður en þeir ferðast til Bretlands.

Þessa nýju reglur gidla frá og með 2. apríl en opnað verður fyrir umsóknir þann 5. mars. Þetta á bæði við um þá sem ferðast til Bretlands í einkaerindum og styttri vinnuheimsóknum.

ETA-ferðaleyfið kostar 10 pund eða tæpar 1.800 krónur og gildir í tvö ár frá útgáfudegi eða þar til vegabréf viðkomandi rennur út ef það er innan þessara tveggja ára. Auðveldast er að sækja um ETA með „UK ETA app“ smáforriti, fyrir iPhone og Android síma.

Þeir sem hyggjast dvelja lengur en í 6 mánuði í Bretlandi, þurfa að sækja um viðeigandi dvalarleyfi, og er ekki nóg að hafa ETA-lefyið. Einstaklingar sem hafa nú þegar dvalarleyfi í Bretlandi þurfa ekki ETA til þess að ferðast til landsins.