Ís­lensk fjár­festing ehf. hagnaðist um 1,7 milljarða króna árið 2022 og hækkaði eigið fé fé­lagsins úr 2,7 milljörðum í 4,5 milljarða, sam­kvæmt árs­skýrslu fyrir árið 2022. Fé­lagið er fjár­festingar­fé­lag í jafnri eigu Arnars Þóris­sonar og Þóris Kjartans­sonar.

Í til­kynningu með skýrslunni segir að mikill við­snúningur hafi orðið í rekstri fé­lagsins frá fyrra ári, en það ár gætti tölu­verðra á­hrifa af CO­VID í ferða­þjónustu­fé­lögum sam­stæðunnar.

„Ferða­þjónustu­fé­lögin náðu að snúa við blaðinu og skila mjög góðu rekstrar­ári þrátt fyrir að á­hrifa CO­VID hafi enn gætt í byrjun árs 2022. Heilt yfir voru þó á­hrif far­aldursins lítil á flest fé­lög sam­stæðunnar á árinu,“ segir í til­kynningu.

Ís­lensk fjár­festing tapaði til að mynda tveimur milljörðum á árinu 2020 en tapið mátti að mestu leyti rekja til rekja til eignar­hlutar í ferða­skrif­stofunni Kil­roy sem lækkaði úr 1,36 milljörðum í 230 milljónir króna á milli ára.

Rúmir 4,5 milljarðar í eigið fé

Í fyrra lauk fé­lagið við við nokkur stór fast­eigna­þróunar­verk­efni og unnið að sölu á nokkrum þeirra. Hagnaður fé­lagsins á árinu 2022 nam 1,709 milljörðum króna saman­borið við tap­rekstur upp á 627 milljónir króna árið 2021.

Heildar­eignir fé­lagsins í árs­lok námu 8,654 milljörðum og var eigið fé fé­lagsins í árs­lok 4,503 milljarðar saman­borið við 2,681 milljarða árið 2021.

„Fé­lög innan sam­stæðunnar eru búin að ná fyrri styrk og eigin­fjár­hlut­fall móður­fé­lagsins var um 52% í lok árs 2022. Eignir í fé­lagsins í ferða­þjónustu­fyrir­tækjunum Kil­roy og RR hótel eru færðar á kostnaðar­verði en stjórn­endur telja að raun­veru­legt markaðs­verð þeirra sé mun hærra,“ segir í til­kynningu.

Ferðaþjónusta, fasteignir og heilbrigði

Ís­lensk fjár­festing fjár­festir fyrst og fremst á fjórum megin­sviðum: Ferða­þjónustu, heil­brigðis­þjónustu, fast­eignum og úti­vist og hreyfingu.

Kil­roy, sem er stærsta fé­lag sam­stæðunnar, er með höfuð­stöðvar í Kaup­manna­höfn og rekur ferða­skrif­stofur á átta mörkuðum í norðan­verðri Evrópu. Helstu vöru­merki fé­lagsins eru KIL­ROY, Benns, Jysk Rej­sebureau, Win­berg Tra­vel og ISIC.

Þá hefur fé­lagið fjár­fest í heil­brigðis­þjónustu og þá fyrst og fremst í öldrunar­þjónustu í gegnum fé­lagið Sól­tún heil­brigðis­þjónusta ehf. Helstu fjár­festingar þess eru: Öldungur hf. sem rekur hjúkrunar­heimilið Sól­tún. Sól­tún öldrunar­þjónusta sem rekur hjúkrunar­heimilið Sól­vang og Sól­tún heilsu­setur sem og Sól­stöður sem er at­vinnu­miðlun fyrir heil­brigðis­starfs­fólk.

Helstu fjár­festingar Ís­lenskrar fjár­festingar á sviði fast­eigna eru í gegnum tvö fé­lög; Ís­lenskar fast­eignir ehf. og Fast­eigna­fé­lag Ís­lenskrar fjár­festingar ehf.

Félagið rekur í dag þrjár verslanir undir merki Útilífs og eina undir merki The North Face.