Ís­lensk fjár­festing hagnaðist um 499 milljónir króna á síðasta ári, saman­borið við rúm­lega 1,7 milljarða hagnað árið á undan. Í árs­reikningi fé­lagsins segir að á árinu væri enn að finna bók­halds­leg á­hrif af tapi sem varð til á CO­VID-árunum.

Velta sam­stæðunnar var 37,3 milljarðar, sem er 11,7% aukning frá 2022, og eigið fé fé­lagsins var 4.790 milljónir í lok árs saman­borið við 4.506 milljónir árið áður.

Stjórn­endur fé­lagsins búast við á­fram­haldandi góðum rekstri á árinu og leggur stjórn til að greiddur verði út 246 milljóna króna arður til hlut­hafa á árinu.

Ís­lensk fjár­festing fjár­festir fyrst og fremst í fjórum megin­sviðum: Ferða­þjónustu, heil­brigðis­þjónustu, fast­eignum og úti­vist og hreyfingu. Fé­lagið er í jafnri eigu Arnars Þóris­sonar og Þóris Kjartans­sonar.

Kil­roy, sem er stærsta fé­lag sam­stæðunnar, er með höfuð­stöðvar í Kaup­manna­höfn og rekur ferða­skrif­stofur á átta mörkuðum í norðan­verðri Evrópu. Helstu vöru­merki fé­lagsins eru KIL­ROY, Benns, Jysk Rej­sebureau, Win­berg Tra­vel og ISIC.

Stjórn­endur fé­lagsins telja að á árinu 2023 hafi sókn hafist fyrir al­vöru í ferða­þjónustunni að nýju eftir erfið­leika í tengslum við heims­far­aldur.

Kil­roy, starfar í átta löndum og er með skrif­stofur á 20 stöðum í Evrópu undir fjórum vöru­merkjum. Flóra hot­els ehf. rekur m.a. Reykja­vík Resi­dence Hótel, ODDS­SON hótel, Tower Suites og Port 9 vín­bar.

Á sviði fast­eigna er fé­lagið eig­andi Stafa ehf., fast­eigna­fé­lags sam­stæðunnar, sem átti í árs­lok fast­eigna­safn að virði um 10 milljarða kr. sem mest­megnis tengist hótel­rekstri.

Á sviði heil­brigðis­þjónustu er fé­lagið eig­andi Sól­túns heil­brigðis­þjónustu sem rekur meðal annars tvö hjúkrunar­heimili og á sviði úti­vistar og hreyfingar eru reknar bæði verslanir Úti­lífs og The North Face á Ís­landi. Hjá fyrir­tækjum í meiri­hluta­eigu Ís­lenskrar fjár­festingar starfa rúm­lega eitt þúsund starfs­menn.