Alþjóðlega EXPO-heimssýningin mun fara fram í Japan í byrjun júlí en þema heimssýningarinnar, sem fer fram á fimm ára fresti í mismunandi löndum, að þessu sinni er traust og samvinna.
Þá verður einblínt á það hvernig tækni, sjálfbærni og alþjóðlegt samstarf stuðla að betri framtíð fyrir alla.

Íslenska hönnunarstofan Gagarín var í sigurliði um hönnun og hugmyndavinnu fyrir samnorræna skálann sem opnaði við hátíðlega athöfn í apríl síðastliðnum. Sýningin fjallar um lífið á Norðurlöndunum með áherslu á gildi, nútímasamfélög, vitundarvakningu og hið eilífðarsamband við náttúruna.
Sýningin stendur í sex mánuði og er búist við að rúmlega 28 milljón manns heimsæki sýningarsvæðið. Norræna upplifunin hefst utandyra á meðan gestir bíða í röð eftir því að komast inn.
Þar verður gestum boðið upp á norrænan smakkseðil í formi gagnvirkrar upplifunar í síma og geta gestir flakkað á milli Norðurlandanna í 360° upplifun.

Miðpunktur sýningarinnar er listaverk úr pappír og ljósi sem svífur í rýminu en Gagarín framleiddi 20 mínútna myndverk The Circle of Trust sem fjallar um árstíðirnar fjórar og lífið á Norðurlöndunum.
Íslensk tónlist mun þá hljóma um skálann allan tímann og mun Halla Tómasdóttir forseti Íslands heimsækja skálann í lok maí.