Perroy ehf., umboðsaðili Nespresso á Íslandi, tryggði sér sérleyfissamning fyrir Nespresso í Finnlandi í fyrra. Dótturfélag Perroy í Finnlandi rekur í dag þrjár Nespresso verslanir, tvær í Helsinki og eina í Espoo, ásamt því að reka netverslun.

Perroy ehf., umboðsaðili Nespresso á Íslandi, tryggði sér sérleyfissamning fyrir Nespresso í Finnlandi í fyrra. Dótturfélag Perroy í Finnlandi rekur í dag þrjár Nespresso verslanir, tvær í Helsinki og eina í Espoo, ásamt því að reka netverslun.

Jónas Hagan Guðmundsson, stjórnarformaður og einn eigenda Perroy, segir að eftirtektarverður árangur hér á landi, bæði þegar kemur að sölu og endurvinnslu, hafi orðið til þess að Nespresso bauð Perroy að taka yfir reksturinn á Finnlandi og reka bæði félögin frá Íslandi.

„Svo sjáum við bara til hvernig þetta samstarf þróast, hvort við munum síðar taka við fleiri löndum af þeim eða ekki. Ef þetta gengur vel hjá okkur í Finnlandi þá getur vel verið að það opnist tækifæri til að víkka út samstarfið enn frekar.“

Jónas segir að Nespresso sjái sjálft um sölu á stærstu mörkuðum heims en hafi leitast eftir samstarfi við innlenda aðila á ákveðnum framandi mörkuðum líkt og á Íslandi. Með því sé horft til þess að nýta frumkvöðlakraft þeirra aðila sem reka og eiga verslanirnar sjálfir fremur en að láta stóra stofnun annast reksturinn á slíkum mörkuðum.

Aðspurður segir Jónas að reksturinn í Finnlandi hafi farið tiltölulega rólega af stað. Söluáætlanir séu ekki búnar að ná þeim hæðum sem Perroy hafði vonast til „en þetta stefnir allt í rétta átt“.

Hann bætir við að félagið bjóði enn sem komið er bara upp á vörur og þjónustu beint til neytenda í Finnlandi, en ekki fyrirtækjalausnir líkt og á Íslandi.

Fréttin er hluti af lengri umfjöllun í Viðskiptablaðinu sem kemur út í fyrramálið. Áskrifendur geta nálgast greinina í heild sinni hér og efni úr blaðinu hér.