Hlutabréf í kauphöllinni hafa lækkað það sem af er degi. Lækkunin kemur í kjölfar lækkunar á Wall Street í gær í kjölfar vaxtahækkunar bandaríska seðlabankans.

Úrvalsvísitalan hefur lækkað um 0,83% er það svipuð lækkun á helstu vísitölunum þremur á Wall Street.

Evrópsk hlutabréf hafa líka lækkað í dag. Breska FTSE er niður um 0,72%, þýska DAX er niður um 1,28% og franska CAC er niður um 1,28%.