Dr. Edda Blumenstein, stofnandi og framkvæmdastjóri ráðgjafafyrirtækisins beOmni, segir engan skort á tækifærum á Íslandi þegar kemur að verslun og þjónustu, ekki síst þegar kemur að tækniþróun. Framtíðin feli í sér sambland af tækni og þjónustu í persónu.

Dr. Edda Blumenstein, stofnandi og framkvæmdastjóri ráðgjafafyrirtækisins beOmni, segir engan skort á tækifærum á Íslandi þegar kemur að verslun og þjónustu, ekki síst þegar kemur að tækniþróun. Framtíðin feli í sér sambland af tækni og þjónustu í persónu.

„Við getum ekki talað um þetta sem tvo aðskilda hluti. Þetta er bara partur af okkar raunveruleika og partur af okkar daglega lífi sem verslanir geta nýtt til þess að hámarka upplifun viðskiptavina. Ég setti mér þá framtíðarsýn fyrir þó nokkru síðan og trúi því að við getum skapað þannig umhverfi að það sé best að versla á Íslandi.“

Til þess þurfi heilmikið til, verslunin þarf að vera samkeppnishæf í verði, vöruúrvali og þjónustu. Verslunin á Íslandi verður að vera í stöðugri þróun og grípa tækifærin sem ný tækni skapar.

„Hvernig getum við um leið og þörfin kemur upp hjá viðskiptavininum gripið hann og þjónustað hann það vel í gegnum allt kaupferlið að hann vilji hvergi annars staðar versla. Ég held að það sé bæði stóra áskorunin en líka risastóra tækifærið fyrir íslenska verslun“ segir Edda en hún segir mikinn hug í íslensku kaupfólki að gera betur.

„Þetta gerist ekki sjálfkrafa og er bæði tímafrekt og kostnaðarfrekt, en þá er svo mikilvægt að huga því sem skiptir mestu máli - éta ekki fílinn í einum bita en vera stöðugt að þróast áfram, og þora að gera mistök. Það er svo miklu betra að gera mistök en að gera ekki neitt. Því eitt er víst að stöðnun verður banabiti verslunar á Íslandi – og það viljum við alls ekki!“

Nánar er rætt við Eddu í nýjasta sérblaði Viðskiptablaðsins. Áskrifendur geta lesið fréttina í heild hér.