Hagstofan greindi í morgun frá því að landsframleiðsla á öðrum ársfjórðungi hefði dregist saman um 0,3% að raungildi á öðrum ársfjórðungi samanborið við sama tímabil í fyrra. Einnig mældist samdráttur í hagkerfinu upp á 3,5% á fyrsta ársfjórðungi.

Í ljósi þess að mælst hefur nú samdráttur tvo samliggjandi ársfjórðunga, þá má segja hagkerfið sé í tæknilegri kreppu.

Hafsteinn Hauksson, aðalhagfræðingur Kviku banka, bendir á þetta í bréfi til viðskiptavina, sem Viðskiptablaðið hefur undir höndum, og leggur þar áherslu á orðið „tæknileg“.

Hagstofan greindi í morgun frá því að landsframleiðsla á öðrum ársfjórðungi hefði dregist saman um 0,3% að raungildi á öðrum ársfjórðungi samanborið við sama tímabil í fyrra. Einnig mældist samdráttur í hagkerfinu upp á 3,5% á fyrsta ársfjórðungi.

Í ljósi þess að mælst hefur nú samdráttur tvo samliggjandi ársfjórðunga, þá má segja hagkerfið sé í tæknilegri kreppu.

Hafsteinn Hauksson, aðalhagfræðingur Kviku banka, bendir á þetta í bréfi til viðskiptavina, sem Viðskiptablaðið hefur undir höndum, og leggur þar áherslu á orðið „tæknileg“.

„Samdráttur landsframleiðslu á fjórðungnum hefur líklega komið fleirum en okkur á óvart, enda var hann að nokkru leyti úr takt við mikla aukningu vinnumagns og hátíðnivísbendingar á borð við kortaveltu,“ segir Hafsteinn.

Hann bendir jafnframt á að Seðlabankinn spáði í síðustu útgáfu Peningamála að hagvöxtur yrði um 2% á öðrum ársfjórðungi.

Enn fá sársaukamerki í hagkerfinu

Samdrátturinn á öðrum ársfjórðungi er að langstærstum hluta rakinn til óhagstæðrar þróunar utanríkisviðskipta og óvæntum samdrætti einkaneyslu. Hafsteinn segir aðra liði eftirspurnar hins vegar hafa sýnt hressilegan vöxt.

Hann telur að hagvöxtur verði áreiðanlega undir langtímahagvaxtargetu hagkerfisins í ár sem muni að líkindum leiða til einhvers framleiðsluslaka.

„Enn eru þó fá sársaukamerki í hagkerfinu, önnur en að landsframleiðsla hafi dregist saman annan fjórðunginn í röð,“ segir Hafsteinn.

Hann bætir við að mælt atvinnuleysi hafi heldur gengið niður í sumar, enn fjölgi störfum í hagkerfinu, kaupmáttur sé í lítilsháttar vexti og vanskil enn lítil í sögulegum samanburði.

Heilt yfir telur Hafsteinn að þjóðhagsreikningarnir sem voru birtir í dag breyti ekki miklu varðandi næstu skref peningastefnunefndar.

„Ef til vill geta hægari efnahagsumsvif og aukinn slaki bent til minni verðbólguþrýstings framundan, en við teljum þó enn að peningastefnunefnd vilji sjá sönnun þess í verðbólgumælingum áður en skref verða stigin til að lækka vexti.