Kauphöllinn er iðagræn í morgunsárið og hafa nær öll skráðu félögin hækkað og enn ekkert lækkað.
Kemur hækkunin hér heima í kjölfar mikilla hækkana á Wall Street í gær í kjölfar ræðu Powell Seðlabankastjóra Bandaríkjanna.
Powell sagði í ræðunni að líklega muni bankinn hægja að hækkunum stýrivaxta en síðasta hækkun nam 0,75%. Þó er líklegt að bankinn muni hækka vexti í desember.
Þessu tóku bandarískir fjárfestar vel.