Íslenski hlutabréfamarkaðurinn hefur heldur betur tekið við sér á síðustu vikum og hefur úrvalsvísitalan OMX Iceland 15 nú hækkað um 9,31% á árinu.
Vísitalan tók kipp undir lok árs í fyrra en lækkaði síðan hægt og bítandi á fyrstu mánuðum ársins og sigldi síðan á lygnum sjó inn í þriðja ársfjórðung.
Um miðjan septembermánuð fór markaðurinn að taka við sér að nýju og tók vísitalan kipp síðan í október.
Í grafinu að ofan er misræmi í dagsetningum þar sem ekki fjöldi viðskiptadaga eru ólíkir eftir löndum.
Íslenska úrvalsvísitalan hefur nú hækkað meira en norrænu úrvalsvísitölurnar bæði á árinu og síðastliðið ár.
Vísitalan hefur hækkað um 28,46% % síðastliðið ár þegar þetta er skrifað en til samanburðar hefur OMXC 25 vísitalan í Kaupmannahöfn hækkað um 17,65% á sama tímabili.
OMXH25 vísitalan í Helsinki hefur hækkað um 9,49% % á einu ári á meðan OMX Oslo 20 hefur hækkað um 0,25%.
OMXS30 vísitalan í Stokkhólmi kemst næst þeirri íslensku en hún hefur hækkað um 23,58% síðastliðið ár.
Viðsnúningur varð í síðastliðnum mánuði en úrvalsvísitala Finnlands hefur lækkað um 4,95% á meðan sænska vísitalan hefur lækkað um 2,36% og danska um 2,11%.
Á sama tíma hefur íslenska úrvalsvísitalan hækkað um 7,59% á einum mánuði.