Lengi vel í gegnum árið var íslenski markaðurinn eftirbátur annarra markaða á Vesturlöndum og Norðurlöndum.
Í byrjun október mátti hins vegar sjá ákveðin þáttaskil í þessum efnum, þegar litið er til verðþróunar úrvalsvísitalna og innflæði í hlutabréfasjóði.
Þegar horft er til Norðurlanda má sjá áhugaverða þróun. Íslenska úrvalsvísitalan hækkaði nefnilega talsvert meira en aðrar norrænar úrvalsvísitölur.
Næst þeirri íslensku kemst OBX úrvalsvísitalan í Osló sem hækkaði um 12,9%. OMXS30 vísitalan í Stokkhólmi hækkaði um 11,4% á árinu. OMXC25 vísitalan í Kaupmannahöfn hækkaði um 3,8% frá áramótum og OMXH25 vísitalan í Helsinki um tæp 2%.
Fasteignafélagið Heimar hækkaði mest allra félaga frá byrjun árs, þegar leiðrétt er fyrir arðgreiðslum. Þar á eftir koma Festi, Kaldalón, Oculis, sem skráð var á markað hér heima í apríl síðastliðnum, og Amaroq, sem hækkað hefur um tæp 37% frá áramótum til 11. desember.
Á hinum endanum er flugfélagið Play, en gengi bréfa félagsins lækkaði um nærri 90% frá áramótum til 11. desember. Þá hafa bréf Sýnar lækkað um nærri þriðjung, og bréf Hampiðjunnar um tæp 22%.
Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu, sem kom út í morgun. Áskrifendur geta lesið fréttina í heild hér.