Fyrir rúmu ári síðan greindi Viðskiptablaðið frá niðurstöðum árlegrar könnunar Deloitte þar sem íslenskir fjármálastjórar mældust jákvæðastir meðal Evrópuþjóða gagnvart tekjuþróun næstu tólf mánaða.
Niðurstöður nýrrar könnunar Deloitte sem framkvæmd var í apríl síðastliðnum sýnir að fjármálastjórar á Íslandi eru orðnir mun svartsýnni í viðhorfi sínu til tekjuþróunar og mælast nú undir Evrópumeðaltali.
Nettó viðhorf íslenskra fjármálastjóra, þ.e. hlutfall svarenda sem sögðust jákvæðir til tekjuþróunar að frádregnum þeim sem sögðust neikvæðir, lækkaði talsvert milli ára eða úr 68% í 31%. Til samanburðar lækkaði sama hlutfall meðal fjármálastjóra í Evrópu um 4 prósentustig og mældist 40%.
Gera ráð fyrir færri ráðningum - meiri áhersla á hagræðingu
Neikvæðara viðhorf til ráðninga og fjárfestinga gefur einnig til kynna að fyrirtæki munu halda að sér höndum á næstunni.
Viðhorf íslenskra fyrirtækja til ráðninga nýrra starfsmanna er talsvert neikvæðri í ár heldur en í fyrra. Nettó viðhorf til ráðninga var jákvætt um 5% – þ.e. aðeins fleiri fjármálastjórar telja að starfsmannafjöldi muni aukast frekar en að hann dragist saman á næstu 12 mánuðum – en sama hlutfall var 44% vorið 2023. Á þennan mælikvarða er Ísland í áttunda sæti af þeim 13 Evrópulöndum sem tóku þátt í könnuninni.
Á Íslandi var hagræðing í rekstri stærsti áhersluþátturinn í rekstri líkt og á síðasta ári og jókst hlutfall íslenskra fjármálastjóra sem segja að fyrirtæki sitt muni leggja áherslu á hagræðingu á næstu tólf mánuðum úr 58% í 66% milli ára.
Fjallað er ítarlega um niðurstöður könnunar Deloitte í Viðskiptablaðinu sem kom út í morgun. Áskrifendur geta nálgast umfjöllunina í heild sinni hér.