Innan skamms verður stórt framfaraskref stigið fyrir íslenskt atvinnulíf er gervigreindarlausnin Copilot frá Microsoft mun styðja að fullu við íslensku, enda fléttast Copilot lausnin inn í allar helstu lausnir Microsoft 365. Í byrjun vikunnar stóð KPMG á Íslandi fyrir ráðstefnu þar sem farið var yfir möguleika í notkun gervigreindar fyrir íslensk fyrirtæki og stofnanir.

Gísli Ragnar Guðmundsson, ráðgjafi hjá KPMG, var einn af frummælendum ráðstefnunnar. Hann segir að íslenskukunnáttu Copilot muni opna nýjan heim möguleika fyrir íslenskt atvinnulíf þar sem skortur á tungumálastuðningi hafi verið hindrun fyrir marga.

„Til dæmis fór Helsinki – stærsti vinnuveitandi Finnlands með um 38.000 starfsmenn – í innleiðingu á Copilot í fyrra. Þar reyndist helsti þröskuldurinn sá að lausnin studdi ekki finnsku á þeim tíma. Eftir að Microsoft bætti við stuðningi við finnsku jókst ánægja með tólið verulega og afköstin jukust.“  Svipaðar sögur hafi heyrst frá íslenskum fyrirtækjum og stofnunum; tregða til að prófa Copilot hafi m.a. stafað af skorti á fullnægjandi íslenskum stuðningi. „Með því að tryggja tungumálastuðning er hægt að brjóta niður þessa hindrun og opna fyrir raunverulegan ávinning. Til dæmis verður hægt að taka upp fundi á íslensku og fá fullbúnar fundargerðir sjálfkrafa.“

Leikbreytir fyrir fyrirtæki og stofnanir

Kit Ingwersen starfar hjá Microsoft í Danmörku en hún hefur víðtæka reynslu af stafrænni umbreytingu og innleiðingu lausna sem byggja á gervigreind. Hún hefur gegnt lykilhlutverki í innleiðingu lausna á borð við Microsoft Copilot og var meðal ræðumanna á ráðstefnunni.

Spurð um hvaða þýðingu íslenskustuðningur í Copilot hafi fyrir íslensk fyrirtæki og stofnanir segir hún að í því felist fjölmörg tækifæri fyrir þau.

„Fullur stuðningur Copilot við íslenska tungu gerir fólki kleift að eiga samskipti við Copilot á íslensku og eykur þannig aðgengi og bætir notendaupplifun til muna. Þá mun þetta hafa mjög jákvæð áhrif á afköst og allt verkefnaflæði því þegar tungumálahindranir hverfa getur starfsfólk nýtt möguleika Copilot til fulls, brugðist hraðar við, veitt betri þjónustu og aukið afköst.“

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu sem kom út í gær. Áskrifendur geta nálgast fréttina í heild hér.