Ítalska ríkisstjórnin hefur tilkynnt að hún muni draga sig út úr Belti og braut samstarfinu við kínverska alþýðuveldið. Þetta kemur fram í tilkynningu frá ríkisstjórn Giorgia Meloni sem segir að þjóðin muni hætta allri þátttöku fyrir lok árs.

Hingað til hafir Ítalir verið einir á báti meðal vestrænna ríkja til að taka þátt í Belti og braut samstarfinu en þjóðin varð aðili árið 2019.

Samstarfinu var hleypt af stokkunum árið 2019 af Xi Jinping, forseta Kína, árið 2013 og inniheldur meðal annars 1 milljarð dala fjárfestingu í innviðarverkefnum í Asíu og Evrópu. Þar á meðal er uppbygging nýrra járnbrautarleiða og hafna sem eiga að tengja Kína við Evrópu og aðrar þjóðar í Asíu.

Frá byrjun hefur verkefnið verið gagnrýnt af bandarískum stjórnvöldum sem segja að verkefnið sé í raun skuldgildra til að koma þjóðum sem geta ekki endurgreitt lán til kínverskra yfirvalda í nauðungarstöðu.

Nokkrar þjóðir innan Evrópu hafa tekið þátt í verkefninu en Ítalir voru stærsta Evrópuþjóðin til að gerast aðili. Aðild Ítala hefði verið sjálfkrafa endurnýjuð í mars á næsta ári en Ítalir höfðu tækifæri til að segja sig úr samstarfinu fyrir lok þessa árs.

Meloni segir að ákvörðun ríkisstjórnarinnar til að gerast aðili að verkefninu hafi verið stór mistök en ríkisstjórn hennar vill engu að síður viðhalda góðum tengslum við Kína.