Ríkisstjórn Ítalíu hyggst eyða 24 milljörðum evra, sem nemur 3.500 milljörðum króna, í skattalækkanir og launahækkanir innan opinbera geirans á næsta ári til að ýta undir neyslu og styðja við frekari vöxt.

Ríkisstjórnin samþykkti fjárlagafrumvarp næsta árs í vikunni og sagði Giorgia Meloni, forsætisráðherra Ítalíu, að fjárlögin væru alvarleg og raunsæ. Margir hafa þó áhyggjur af stöðu fjármála í landinu.

Ítalir greindu frá því í síðasta mánuði að stefnt væri á að halli ríkissjóðs yrði 4,3% af vergri landsframleiðslu á næsta ári en í apríl var miðað við 3,7% halla. Þá muni þau ekki ná að fylgja tilskipun Evrópusambandsins um að halli ríkissjóðs sé undir þremur prósentum fyrr en árið 2026.

Til að lesa meira

Hægt að er kaupa áskrift að Viðskiptablaðinu, Fiskifréttum og Frjálsri verslun hér.

Verð frá 2.749 kr. á mánuði