Mario Draghi forsætisráðherra Ítalíu mun segja af sér embætti í kvöld. Stjórnin féll í kjölfar þess að Fimmstjörnuhreyfingin studdi ríkisstjórnina ekki vantrausti.

Draghi sendi frá sér tilkynningu fyrir skömmu. Þar segist hann muni fara á fund forseta Ítalíu í kvöld og afhenda honum afsögn sína.

Draghi, sem var áður bankastjóri Evrópska seðlabankans, hefur verið forsætisráðherra síðan 13. febrúar 2021.

Fyrrum forsætisráðherrann brást

Draghi lét reyna á stuðning Fimmstjörnuhreyfingarinnar í morgun eftir ítrekaðar hótanir frá Giuseppe Conte, leiðtoga hennar, um að hætta stuðningi við stjórnina. Conte var forsætisráðherra á undan Draghi. Í þetta sinn var þetta ekki innantóm hótun hjá Conte.