Sýn hefur gert samning við Viaplay sem felur í sér einka­rétt á sölu Viaplay með vörum Voda­fone og Stöðvar 2 og tekur samningurinn gildi strax í ágúst, þetta kemur fram í tilkynningu frá fyrirtækjunum tveimur.

Stöð 2 Sport mun taka við sýningar­rétti á öllum leikjum ís­lenska karla­lands­liðsins í knatt­spyrnu til næstu ára og taka að sér alla fram­leiðslu á um­fjöllun og um­gjörð í kringum leikina.

Fyrstu leikirnir sem falla undir sam­starfið verða leikir Ís­lands í undan­keppni EM 2024 gegn Lúxem­borg ytra þann 8. septem­ber og Bosníu og Hersegóvínu á Laugar­dals­velli þremur dögum síðar.

Leikirnir verða sýndir í beinni út­sendingu á Stöð 2 Sport og í streymi hjá Viaplay.

Sýn hefur gert samning við Viaplay sem felur í sér einka­rétt á sölu Viaplay með vörum Voda­fone og Stöðvar 2 og tekur samningurinn gildi strax í ágúst, þetta kemur fram í tilkynningu frá fyrirtækjunum tveimur.

Stöð 2 Sport mun taka við sýningar­rétti á öllum leikjum ís­lenska karla­lands­liðsins í knatt­spyrnu til næstu ára og taka að sér alla fram­leiðslu á um­fjöllun og um­gjörð í kringum leikina.

Fyrstu leikirnir sem falla undir sam­starfið verða leikir Ís­lands í undan­keppni EM 2024 gegn Lúxem­borg ytra þann 8. septem­ber og Bosníu og Hersegóvínu á Laugar­dals­velli þremur dögum síðar.

Leikirnir verða sýndir í beinni út­sendingu á Stöð 2 Sport og í streymi hjá Viaplay.

Fórmúla 1 og Meistaradeild Evrópu

„Stöð 2 Sport mun taka yfir fram­leiðslu á allri inn­lendri dag­skrár­gerð tengdri því í­þrótta­efni sem Viaplay hefur upp á að bjóða á Ís­landi svo sem Meistara­deild Evrópu, For­múlu 1, Champions­hip[1]deildinni og Cara­bao-bikarnum í Eng­landi, þýska fót­boltanum, þýska hand­boltanum, lands­leikjum í undan­keppni EM karla, stór­mótum í pílu­kasti og meira til. Sam­hliða þessum breytingum verður ný línu­leg sjón­varps­rás kynnt til leiks til að há­marka upp­lifun á­skrif­enda á í­þrótta­efni Viaplay,“ segir í til­kynningunni.

„Það er virki­lega á­nægju­legt að við höfum náð þessu tíma­móta sam­komu­lagi við streymis­veituna Viaplay. Við fögnum því að leikir karla­lands­liðs Ís­lands séu komnir heim á Stöð 2 Sport. Við leggjum á­herslu á að bjóða við­skipta­vinum okkar fjöl­breytt fram­boð af bæði inn­lendri og er­lendri af­þreyingu og er Viaplay með í­þrótta- og sjón­varps­efni sem að fellur vel að vöru­fram­boði Voda­fone og Stöðvar 2. Sam­starfið undir­strikar styrk­leika okkar í að mæta þörfum við­skipta­vina hvað varðar fram­úr­skarandi upp­lifun, per­sónu­legri þjónustu og betra að­gengi að há­gæða sjón­varps­efni. Með samningnum við Viaplay munum við geta boðið við­skipta­vinum Voda­fone inter­net, far­síma á­samt meiri fjöl­breytni í af­þreyingu og í­þrótta­efni. Við hlökkum til sam­starfsins og til þess að kynna betur þjónustuna fyrir við­skipta­vinum,“ segir Yngvi Hall­dórs­son, for­stjóri Sýnar, í til­kynningu.

„Undan­farin þrjú ár höfum við fest Viaplay í sessi sem efnis­veitu á Ís­landi, sér­stak­lega með til­liti til beinna út­sendinga á í­þrótta­við­burðum. Við teljum það náttúru­legt skref í fram­haldinu að hefja sam­starf við fremsta fjöl­miðla- og fjar­skipta­fyrir­tæki landsins. Sam­eining í­þrótta­rétta, í­þrótta­fram­leiðslu og það að hafa Viaplay sem við­bót við á­skriftar­pakka Voda­fone og Stöðvar 2 mun auka dreifingu veitunnar til muna og teljum við að sam­starfið mun skila enn meiri á­vinningi af fjár­festingum okkar til þessa,” segir Mikael Ols­son, yfir­maður við­skipta­þróunar hjá Viaplay Group í til­kynningu.