Heiðar Guð­jóns­son, hag­fræðingur og fyrr­verandi for­stjóri Sýnar, er ekki lengur í stjórn Ís­lands­pósts líkt Við­skipta­blaðið greindi frá í byrjun apríl.

Í sam­tali við Við­skipta­blaðið segir Heiðar á­stæðuna vera gríðar­lega í­þyngjandi reglu­verk sem fylgir stjórnar­setu í ríkis­fyrir­tækjum en allir ein­staklingar sem setjast í stjórn og allir tengdir þeim fara í á­hættu­hóp vegna stjórn­mála­legra tengsla.

„Ekki vinnandi vegur“

Ákvörðun Heiðars um að taka sæti í stjórn Íslandspósts hafði þannig íþyngjandi áhrif á samstarfsmenn hans á öðrum vettvangi sem og alla sem sitja með honum í öðrum stjórnum.

„Ef þú tekur sæti í stjórn ríkis­fyrir­tækis þá fer maður á lista vegna aðila sem eru í á­hættu­hóp vegna stjórn­mála­legra tengsla og ég vissi alveg af því. En ég vissi ekki að ég myndi smita alla aðra sem ég er með í öðrum stjórnum af sama stimpli,“ segir Heiðar.

„Sumir gætu misst við­skipta­sam­band við banka og þurfa alltaf að gera grein fyrir öllum við­skiptum fyrir fram og fá leyfi o.s.frv. Þannig þetta var ekki vinnandi vegur. Það er bara búið að inn­leiða þessar reglur svo vit­laust hérna,“ segir Heiðar.

Lögin kosta Íslendinga milljarða á ári

Um er að ræða lög um að­gerðir gegn peninga­þvætti og fjár­mögnun hryðju­verka en sam­kvæmt þeim eru allir ein­staklingar, fjöl­skylda þeirra og nánir sam­starfs­menn í á­hættu­hópi ef þeir taka hátt­setta stöðu í opin­berri þjónustu.

Lögin hafa sætt mikilli gagn­rýni hér heima en þau skylda m.a. fyrir­tæki og ein­stak­linga til að setja sig í lög­gæslu­hlut­verk. Þá kosta þau atvinnulífið margar milljarða á ári í framkvæmd.

„Fyrir ís­lenskt at­vinnu­líf hleypur kostnaðurinn vafa­laust á mörgum milljörðum króna ár­lega en erfitt er að meta af nokkurri ná­kvæmni hver á­vinningurinn af þessu er í bar­áttunni við peninga­þvætti,“ sagði lög­maðurinn Ingvar Smári Birgis­son í sam­tali við mbl.is í haust.