Ívar J. Arndal mun láta af störfum sem forstjóri ÁTVR 1. september næstkomandi. Sigrún Ósk Sigurðardóttir, aðstoðarforstjóri ÁTVR, staðfestir við RÚV að Ívar hyggist ekki sækjast eftir endurráðningu. Fjármálahagsráðherra mun skipa nýjan forstjóra.
Ívar hefur verið gegnt stöðu forstjóra ÁTVR í 20 ár. Hann var þar áður aðstoðarforstjóri í þrjú ár frá 2000.
Ívar hefur undanfarin ár barist hart gegn breyttu fyrirkomulagi áfengissölu og gagnrýnt að netverslanir með áfengi fái að starfa óáreittar.
Í ársskýrslum ÁTVR hefur hann varað við því að vefverslanir einkaaðila með áfengi muni leiða af sér afnám einkaleyfis ríkisins því ÁTVR myndi ekki lengur uppfylla skilyrði Evrópuréttar fyrir einkaleyfinu.
Arðsemi ÁTVR lækkaði samfellt á árunum 2021-2023 og hefur ekki verið minni frá árinu 2008. Í byrjun árs var greint frá því að sala áfengis hjá ÁTVR í fyrra hefði dregist saman um 4,2% í lítrum talið milli ára og var það fjórða árið í röð sem salan dregst saman.