Kjartan Hallgeirsson, formaður Félags fasteignasala, segir umskiptin, sem greina má í nýjum upplýsingum um fasteignamarkaðinn á höfuðborgarsvæðinu í september, vera í samræmi við reynslu sína og upplifun það sem af er hausti.
„Það er líflegra á markaðinum og mig grunar það sé að losna um ákveðna spennu sem tók að myndast á markaðinum síðastliðið vor. Þetta er vísbending um að framundan sé meiri stöðugleiki og að umsvifin í takti við þróun undirliggjandi þátta eins og vöxt kaupmáttar og vexti á íbúðalánum,“ segir Kjartan í samtali við Viðskiptablaðið.
Alls var 680 kaupsamningum þinglýst í september og hafa þeir ekki verið fleiri á þessu ári nema í janúar, að því er kemur fram í síðustu tölum frá Þjóðskrá. Samtals fjölgaði kaupsamningum í september um 35% frá mánuðinum á undan og velta á markaðinum jókst um 38% milli sömu mánaða. Þá er greint frá því í síðustu mánaðarskýrslu Íbúðalánasjóðs að meðalsölutími íbúða á höfuðborgarsvæðinu fari lækkandi, en í nýliðnum ágúst var hann 88 dagar sem er 13 dögum minna en í maí.
Kjartan rekur þennan snarpa viðsnúning til þess að síðastliðið vor hafi óvissa og neikvæð umræða leitt til þess að kaupendur héldu að sér höndum. „Síðasta vor komu ansi margir óvissuþættir upp á sama tíma þannig að eftirspurnin minnkaði og hin hefðbundna undirliggjandi þörf tók að safnast upp. Gjaldþrot Wow vakti náttúrulega mikla athygli og óvissan sem skapaðist í kjölfarið um afkomu ferðaþjónustunnar mótuðu mjög umræðuna. Þá voru verkföll og deilur á vinnumarkaði ekki til þess fallnar að auka á bjartsýni fólks.
Áhyggjur manna hafa hins vegar minnkað jafn og þétt í sumar enda kom á daginn að höggið reyndist alls ekki jafnþungt og margir óttuðust í vor. Umsvif á markaðinum hafa svo aukist hratt það sem af er hausti. Það er vísbending um að sú uppsafnaða þörf sem byggðist upp í vor er að losna,“ segir Kjartan.
Hvað framhaldið varðar er Kjartan bjartsýnn. „Við reiknum nú ekki með neinni sprengju í eftirspurninni heldur að hreyfingarnar verði í meira jafnvægi og komi til með að endurspegla kaupgetu fólks. Þegar horft er til undirliggjandi þætti eins og launaþróun, fjármagnskostnað og mannfjölda er ástæða til að vera bjartsýnn. Ég man t.d. ekki eftir að vextir hafi verið jafnlágir eins og þeir eru nú. Þá er nægt framboð í kortunum og aðstæður að mörgu leiti hagstæðar fyrir kaupendur, eins og ungar fjölskyldur sem vilja stækka við sig. Heilt yfir eru horfurnar því góðar,“ segir Kjartan Hallgeirsson, formaður Félags fasteignasala.
Kjartan Hallgeirsson, formaður Félags fasteignasala, segir umskiptin, sem greina má í nýjum upplýsingum um fasteignamarkaðinn á höfuðborgarsvæðinu í september, vera í samræmi við reynslu sína og upplifun það sem af er hausti.
„Það er líflegra á markaðinum og mig grunar það sé að losna um ákveðna spennu sem tók að myndast á markaðinum síðastliðið vor. Þetta er vísbending um að framundan sé meiri stöðugleiki og að umsvifin í takti við þróun undirliggjandi þátta eins og vöxt kaupmáttar og vexti á íbúðalánum,“ segir Kjartan í samtali við Viðskiptablaðið.
Alls var 680 kaupsamningum þinglýst í september og hafa þeir ekki verið fleiri á þessu ári nema í janúar, að því er kemur fram í síðustu tölum frá Þjóðskrá. Samtals fjölgaði kaupsamningum í september um 35% frá mánuðinum á undan og velta á markaðinum jókst um 38% milli sömu mánaða. Þá er greint frá því í síðustu mánaðarskýrslu Íbúðalánasjóðs að meðalsölutími íbúða á höfuðborgarsvæðinu fari lækkandi, en í nýliðnum ágúst var hann 88 dagar sem er 13 dögum minna en í maí.
Kjartan rekur þennan snarpa viðsnúning til þess að síðastliðið vor hafi óvissa og neikvæð umræða leitt til þess að kaupendur héldu að sér höndum. „Síðasta vor komu ansi margir óvissuþættir upp á sama tíma þannig að eftirspurnin minnkaði og hin hefðbundna undirliggjandi þörf tók að safnast upp. Gjaldþrot Wow vakti náttúrulega mikla athygli og óvissan sem skapaðist í kjölfarið um afkomu ferðaþjónustunnar mótuðu mjög umræðuna. Þá voru verkföll og deilur á vinnumarkaði ekki til þess fallnar að auka á bjartsýni fólks.
Áhyggjur manna hafa hins vegar minnkað jafn og þétt í sumar enda kom á daginn að höggið reyndist alls ekki jafnþungt og margir óttuðust í vor. Umsvif á markaðinum hafa svo aukist hratt það sem af er hausti. Það er vísbending um að sú uppsafnaða þörf sem byggðist upp í vor er að losna,“ segir Kjartan.
Hvað framhaldið varðar er Kjartan bjartsýnn. „Við reiknum nú ekki með neinni sprengju í eftirspurninni heldur að hreyfingarnar verði í meira jafnvægi og komi til með að endurspegla kaupgetu fólks. Þegar horft er til undirliggjandi þætti eins og launaþróun, fjármagnskostnað og mannfjölda er ástæða til að vera bjartsýnn. Ég man t.d. ekki eftir að vextir hafi verið jafnlágir eins og þeir eru nú. Þá er nægt framboð í kortunum og aðstæður að mörgu leiti hagstæðar fyrir kaupendur, eins og ungar fjölskyldur sem vilja stækka við sig. Heilt yfir eru horfurnar því góðar,“ segir Kjartan Hallgeirsson, formaður Félags fasteignasala.