Valdimar Ármann, forstöðumaður eignastýringar hjá Arctica Finance, telur þá raunstýrivexti sem samræmist jafnvægi í hagkerfinu, svokallaða jafnvægisvexti, hafa um það bil tvöfaldast frá því Seðlabankinn mat þá um 1,2% fyrir um ári síðan.

Slík hækkun hefði í för með sér að jafnvægisnafnstýrivextir væru þá orðnir um 5%: hinir nýju 2,5% jafnvægisvextir að viðbættu verðbólgumarkmiði bankans, einnig 2,5%.

Trú markaðsaðila á peningastefnuna og hagstjórn almennt er þó ekki endanlega fyrir bí segir hann og bendir því til marks á að eftir smávægilega hækkun verðbólgunnar til viðbót á allra næstu mánuðum virðist þeir í það minnsta enn spá jafnri og þéttri hjöðnun.

„Menn eru vissulega enn að verðleggja inn hjöðnun fljótlega, en þessi vænti kúfur hefur verið í sífelldum vexti á báða kanta; bæði með hærri vaxtatoppi og lengri tíma þar til við verðum komin að fullu yfir hann.“

Nánar er fjallað um málið í nýjasta tölublaði Viðskiptablaðsins.