Breska lúxusbílamerkið Jaguar mun hætta sölu bíla hér á landi. BL er umboðsaðili fyrir Jaguar og þjónustar merkið og eigendur Jaguar hér á landi fyrir hönd framleiðandans að sögn Ernu Gísaldóttur, forstjóra BL. Þetta mun ekki áhrif á Land Rover og Range Rover bíla sem eru áfram í sölu hjá BL sem er umboðsaðili þessara merkja.

„Ástæða þess að sala Jaguar hættir hér á landi, í bili að minnsta kosti er sú að framleiðandinn er að fara í gegnum allsherjar endurskipulagningu, endurstaðsetningu vörumerkis og ákveðna endurfæðingu, ef svo má segja, þar sem aðaláherslan liggur nú alfarið í 100% rafbílavæðingu, hámarkslúxusi með nýrri og enn framúrstefnulegri hönnun og tækni í mun dýrari lúxusrafbílum en Jaguar hefur áður sett á markað. Breytingarnar eru hluti af JLR Reimangine áætluninni, sem felur meðal annars í sér fækkun söluaðila á heimsvísu enda ætlunin að leggja áherslu á markaði þar sem nægilega stór kaupendahópur mjög dýrra lúxusbíla er fyrir hendi,“ segir Erna.

„Þrátt fyrir þessar breytingar er BL ehf. eftir sem áður formlegur umboðsaðili Jaguar og mun halda áfram að þjónusta merkið og eigendur Jaguar hér á landi fyrir hönd framleiðandans,“ segir hún ennfremur.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu sem kemur út í fyrramálið. Áskrifendur geta nálgast fréttina í heild hér.