Jakob Valgeir ehf., sem er í eigu Jakobs Valgeirs Flosasonar og fjölskyldu, keypti í dag hlutabréf í Iceland Seafood International (ISI) fyrir 122,5 milljónir króna, samkvæmt tilkynningu til Kauphallarinnar.
Alls keypti félagið 25 milljónir hluta í ISI á genginu 4,90 krónur á hlut, sem er um 8,4% hærra en dagslokagengi ISI í gær. Hlutabréfaverð Iceland Seafood var síðast hærra við lokun Kauphallarinnar í lok október.
Jakob Valgeir ehf. á eftir viðskiptin tæplega 345 milljónir hluta, eða um 11,3% eignarhlut í ISI sem er um 1,7 milljarðar króna að markaðsvirði. Jakob Valgeir Flosason hefur setið í stjórn ISI frá því í febrúar 2019.
Halldór kaupir fyrir milljón
Halldór Leifsson, sem situr einnig í stjórn ISI, 222 þúsund hluti í félaginu fyrir ríflega eina milljón króna á genginu 4,60 krónur á hlut, samkvæmt tilkynningu til Kauphallarinnar.
Halldór starfar sem sölu- og markaðstjóri hjá Fisk Seafood, stærsta hluthafa Iceland Seafood með 11,8% hlut.