Eng­lands­banki, seðla­banki Bret­lands, á­kvað í há­deginu að halda stýri­vöxtum ó­breyttum í 5,25%.

Í skýrslu peninga­stefnu­nefndar segir að vextirnir séu að hafa já­kvæð á­hrif á verð­bólguna en bankinn býst við því að ná 2% verð­bólgu­mark­miði sínu á næstu mánuðum.

Verð­bólga á Bret­lands­eyjum fór úr 10% fyrir ári síðan í 4% frá desember.

Á blaða­manna­fundi í kjöl­far á­kvörðunarinnar sagði Andrew Baily seðla­banka­stjóri að verð­bólgan væri að þróast í rétta átt. „Við erum þó ekki enn á þeim stað að við getum byrjað að lækka vexti,“ sagði Bail­ey.

Sam­kvæmt Við­skipta­blaði The Guar­dian voru þrír nefndar­menn peninga­stefnu­nefndar þó ó­sam­mála seðla­banka­stjóranum.

„Verð­stöðug­leiki er grund­völlur heil­brigðs efna­hags og við verðum að ná verð­bólgunni niður í 2%,“ sagði Bail­ey á fundinum.

Sam­kvæmt hag­spá seðla­bankans mun verð­bólga í Bret­landi hækka ör­lítið í janúar en lækka síðan niður í 3% í mars­mánuði. Bankinn spáir því að verð­bólgu­mark­miði verði náð um í apríl, maí og júní.