Á­kvörðun Hafize Gaye Erkan seðla­banka­stjóra Tyrk­lands að hækka vexti um 7,5% hefur farið vel í markaðinn heima fyrir. Li­ran hefur styrkst um 3% gagn­vart Banda­ríkja­dal og úr­vals­vísi­talan Borsa Insta­bul 100 hefur hækkað um 1%.

Stýri­vextir í Tyrk­landi eru nú 25% en greiningar­aðilar bjuggust við því að Erkan myndi hækka vexti um 2,5%. Í rök­stuðningi bankans segir að verð­bólgan sé enn svo há í landinu og því væri þörf að hækka vexti enn meira.

Erkan, sem er fyrrum fram­kvæmda­stjóri hjá First Repu­blic bankanum í Banda­ríkjunum, var skipuð seðla­banka­stjóra Tyrk­lands fyrr á árinu.

Recep Tayyip Erdogan for­seti landsins hefur hingað til viljað halda vöxtum lágum þrátt fyrir 40% verð­bólgu. Skipun Erkan var því al­gjör U-beygja í efna­hags­stefnu landsins sem hefur verið heldur ó­hefð­bundin undir stjórn Erdogan.

Svo virðist sem inn­lendir og er­lendir fjár­festar séu að bregðast vel við hefð­bundnari efna­hags­stefnu Erkan þó að Tyrkir eigi langt í land í að ná tökum á verð­bólgunni.