Málmiðnaðarþjónustufyrirtækið Ferro Zink hagnaðist um 47 milljónir króna á síðasta ári og varð jákvæður viðsnúningur í rekstri félagsins, þar sem tap ársins 2019 nam 80 milljónum króna.
Tekjur félagsins námu ríflega 1,7 milljörðum króna og jukust um nærri 300 milljónir króna milla ára. Eignir námu ríflega 1,1 milljarði króna í árslok 2020 og eigið fé 236 milljónum króna.
Reynir B. Eiríksson er framkvæmdastjóri Ferro Zink en KEA á 70% hlut í félaginu.