Amazon MGM Studios mun sjá um listræna stjórnun James Bond-kvikmyndanna en Amazon hefur náð samkomulagi við eigendur James Bond-kvikmyndaveldisins.

Samkomulagið felur í sér að Amazon og Broccoli-fjölskyldan, ásamt Michael Wilson, eigi saman hugverkaréttindi James Bond-myndanna í gegnum nýstofnað sameiginlegt félag.

Þetta kemur fram á vef BBC en Bond-myndirnar hafa verið í eigu Broccoli-ættarinnar alveg frá því að Albert Broccoli framleiddi fyrstu myndina, Dr. No, árið 1962.

Dóttir Alberts, Barbara Broccoli, og Michael G. Wilson tóku síðan yfir framleiðslufyrirtækinu en hafa nú tilkynnt að þau séu að stíga til hliðar.

Kaup Amazon koma einnig eftir miklar vangaveltur um framtíð James Bond en fjögur ár eru liðin frá því síðasta kvikmyndin, No Time to Die, með Daniel Craig kom út.