Nomura Holdings, stærsti verðbréfamiðlari Japans, hefur áhuga á að kaupa starfsemi hins fallna fjárfestingabanka, Lehman Brothers, í Evrópu. Þetta kemur fram í japanska dagblaðinu Mainichi, sem segir Barclays bankann einnig hafa áhuga á að kaupa Evrópustarfsemi Lehman Brothers. Barclays keypti sem kunnugt er Norður-Ameríku deild Lehman Brothers í vikunni.
Nomura hefur einkum áhuga á þeirri deild Lehman sem sér um kaup og sölu fyrirtækja (Mergers & Acquisitions) og verðbréfamiðlun Lehman.
Í frétt japanska miðilsins kemur einnig fram að Morgan Stanley hafi leitað til Nomura um fjármagn.
Reuters greindi frá.