Japanska fyrir­tækið Nippon Steel hefur keypt banda­ríska stál­risann US Steel fyrir 14,9 milljarða dali sem sam­svarar ríf­lega 2060 milljörðum ís­lenskra króna.

Sam­kvæmtReu­terser kaup­verðið 55 dalir á hlut sem er um 142% hærra en dagsloka­gengi fé­lagsins áður en til­kynnt var um mögu­lega sölu þann 11. ágúst.

Fjár­festinga­fé­lagið Esmark, sem var af­skráð 2008 og er í einka­eigu James P. Bouchard og fjöl­skyldu, bauðst til að kaupa US Steel á 35 dali á hlut um miðjan ágúst en miðað við til­boð Esmark var virði fé­lagsins 7,8 milljarðar Banda­ríkja­dala.

US Steel hafnaði einnig kaup­til­boði Cle­veland Cliffs sem hljóðaði upp á 7,3 milljarða dali.

J.P. Morgan og Andrew Car­negi­e stofnuðu US steel fyrir 122 árum og var það eitt sinn verð­mætasta fyrir­tæki heims.

Hluta­bréf í US Steel hafa hækkað um 23% í fram­virkum samningum fyrir lokuðum markaði.

Í til­kynningu frá Nippon Steel segir japanska fé­lagið að það sjái Banda­ríkin sem vaxta­markað og að kaupin muni hjálpa fé­laginu að takast á við dvínandi eftir­spurn eftir stáli í Japan.