Japanski seðlabankinn kom á óvart í vikunni þegar hann tilkynnti breytingar á umdeildri peningastefnu sinni.
Japansbanki mun ekki leyfa ávöxtunarkröfu 10 ára ríkisskuldabréfa að sveiflast um plús eða mínus 0,5%, í stað þeirra 0,25% sem miðað var við áður.
Tilkynningin olli miklum sveiflum á gjaldeyri, skuldabréfum og hlutabréfamörkuðum. Seðlabankastjórinn, Jaruhiko Kuroda, sagði breytinguna þó ekki fela í sér aukið aðhald peningastefnunnar.