Á síðasta ári ríflega fjórfaldaðist hagnaður járnblendiverksmiðju Elkem á Grundartanga, úr 44,1 í 197 milljónir norskra króna, sem samsvarar nú um 2.681 milljón íslenskra króna. Tekjur félagsins jukust um tæplega 37%, úr tæplega 1,2 í 1,6 milljarða norskra króna, en rekstrargjöldin jukust um ríflega 23%, úr 1,1 í tæplega 1,4 milljarða norskra króna.

Eiginfjárhlutfallið lækkaði, úr 84,1% í 82,3%, samhliða 27% aukningu skulda, úr 302,6 í 385,2 milljónir norskra króna og 12,4% aukningu eiginfjár, úr 1,6 í 1,8 milljarða norskra króna. Eignir félagsins í heild hækkuðu úr 1,9 í 2,2 milljarða norskra króna, eða sem nemur tæplega 15%.

Handbært fé frá rekstri félagsins ríflega fimmfaldaðist milli ára, úr 47,5 milljónum árið 2017 í 260,1 milljón norskra króna á síðasta ári. Fór handbært fé félagsins úr 353,7 milljónum króna í ársbyrjun í 634,6 milljónir í árslok.

Á sama tíma varð margfaldur viðsnúningur í fjárfestingarhreyfingum félagsins, sem voru jákvæðar um 30,9 milljónir á síðasta ári en höfðu verið neikvæðar um 185,7 milljónir árið 2017. Fjármögnunarhreyfingar félagsins helminguðust á árinu úr neikvæðum 20,8 milljónum í 10,3 milljónir norksra króna.

Gestur Pétursson var framkvæmdastjóri Elkem Ísland ehf., á síðasta ári, en norska félagið Elkem ASA er eini hluthafi félagsins.

Á síðasta ári ríflega fjórfaldaðist hagnaður járnblendiverksmiðju Elkem á Grundartanga, úr 44,1 í 197 milljónir norskra króna, sem samsvarar nú um 2.681 milljón íslenskra króna. Tekjur félagsins jukust um tæplega 37%, úr tæplega 1,2 í 1,6 milljarða norskra króna, en rekstrargjöldin jukust um ríflega 23%, úr 1,1 í tæplega 1,4 milljarða norskra króna.

Eiginfjárhlutfallið lækkaði, úr 84,1% í 82,3%, samhliða 27% aukningu skulda, úr 302,6 í 385,2 milljónir norskra króna og 12,4% aukningu eiginfjár, úr 1,6 í 1,8 milljarða norskra króna. Eignir félagsins í heild hækkuðu úr 1,9 í 2,2 milljarða norskra króna, eða sem nemur tæplega 15%.

Handbært fé frá rekstri félagsins ríflega fimmfaldaðist milli ára, úr 47,5 milljónum árið 2017 í 260,1 milljón norskra króna á síðasta ári. Fór handbært fé félagsins úr 353,7 milljónum króna í ársbyrjun í 634,6 milljónir í árslok.

Á sama tíma varð margfaldur viðsnúningur í fjárfestingarhreyfingum félagsins, sem voru jákvæðar um 30,9 milljónir á síðasta ári en höfðu verið neikvæðar um 185,7 milljónir árið 2017. Fjármögnunarhreyfingar félagsins helminguðust á árinu úr neikvæðum 20,8 milljónum í 10,3 milljónir norksra króna.

Gestur Pétursson var framkvæmdastjóri Elkem Ísland ehf., á síðasta ári, en norska félagið Elkem ASA er eini hluthafi félagsins.