Úrvalsvísitalan OMXI15 hækkaði um 0,37% í viðskiptum dagsins og lokaði í 2.1641,62 stigum.
Úrvalsvísitalan hefur lækkað um 8,8% það sem af er ári en hækkað um 13,3% á ársgrundvelli.
Hlutabréfaverð JBT Marel hækkaði um 3% og var daglokagengi félagsins 16.500 krónur á hlut.
Gengi félagsins hefur nú lækkað um tæp 6% síðastliðinn mánuð og rúm 8% á árinu.
Gengi Play fór upp um 2,5% í örviðskiptum á meðan gengi Eikar hækkaði um 2,5% í 306 milljón króna viðskiptum.
Hlutabréfaverð Síldarvinnslunnar hækkaði um 2,4% í 167 milljón króna veltu á meðan gengi Iceland Seafood International hækkaði um rúm 2% í 50 milljón króna veltu.
Hlutabréfaverð Skaga lækkaði um 3% í viðskiptum dagsins og var daglokagengi samstæðunnar 19,3 krónur á hlut.
Gengi Símans fór niður um rúm 2% og lokaði gengi fjarskiptafyrirtækisins í 14 krónum.
Heildarvelta á markaði var 2,2 milljarðar.