Kedric Meredith, að­stoðar­for­stjóri fyrir­tækja­sviðs mat­væla­tækni­fyrir­tækisins John Bean Technologies, segir í sam­tali við Við­skipta­blaðið að fé­lagið muni ekki tjá sig frekar um yfir­töku­til­boðið í Marel að svo stöddu.

Marel greindi frá ó­skuldbindandi vilja­yfir­lýsingu um mögu­legt yfir­töku­til­boð í fé­lagið að­fara­nótt föstu­dags. Um tíu­leytið á föstu­deginum greindi Marel frá því að JBT væri aðilinn á bak við til­boðið.

JBT, sem er skráð í Kaup­höllina í New York, sendi síðan frá sér til­kynningu klukkan 14:35 að ís­lenskum tíma (9:35 EST) á föstudaginn þar sem fé­lagið staðfesti fyrirhugaða til­boðið en sagði við­ræður ekki langt komnar.

„Við­ræður eru enn á frum­stigi og því engin leið að segja til um hvort þær muni leiða til form­legs til­boðs,“ segir í til­kynningu fé­lagsins.

Kedric Meredith, að­stoðar­for­stjóri fyrir­tækja­sviðs mat­væla­tækni­fyrir­tækisins John Bean Technologies, segir í sam­tali við Við­skipta­blaðið að fé­lagið muni ekki tjá sig frekar um yfir­töku­til­boðið í Marel að svo stöddu.

Marel greindi frá ó­skuldbindandi vilja­yfir­lýsingu um mögu­legt yfir­töku­til­boð í fé­lagið að­fara­nótt föstu­dags. Um tíu­leytið á föstu­deginum greindi Marel frá því að JBT væri aðilinn á bak við til­boðið.

JBT, sem er skráð í Kaup­höllina í New York, sendi síðan frá sér til­kynningu klukkan 14:35 að ís­lenskum tíma (9:35 EST) á föstudaginn þar sem fé­lagið staðfesti fyrirhugaða til­boðið en sagði við­ræður ekki langt komnar.

„Við­ræður eru enn á frum­stigi og því engin leið að segja til um hvort þær muni leiða til form­legs til­boðs,“ segir í til­kynningu fé­lagsins.

Með mikið handbært fé og yfirtökur í huga

Í maí­mánuði seldi JBT dóttur­fyrir­tæki sitt AeroT­ech til Os­h­kosh Cor­por­ation fyrir 800 milljónir dala og var kaup­verðið greitt að fullu á þriðja árs­fjórðungi.

Sam­svarar kaup­verðið um 110 milljörðum króna á gengi dagsins í dag en í upp­gjöri fé­lagsins fyrir þriðja árs­fjórðung var hagnaður af sölunni bók­færður sem 588 milljónir dala fyrir skatt þann 1. ágúst 2023, sem sam­svarar ríf­lega 81 milljarði króna.

Sam­kvæmt fjár­festa­kynningu JBT í nóvember­mánuði stefnir fé­lagið á að nýta sölu­and­virðið í yfir­tökur og sam­runa. Segir að fé­lagið sé að skoða bæði yfir­tökur á minni sam­keppnis­aðilum (e. Bolt on Acqu­isition) sem og stærri yfir­tökur og sam­runa.

Sam­kvæmt viljayfir­lýsingu myndi JBT greiða 25% í reiðu­fé og 75% í formi eigin bréfa fyrir Marel og hlut­hafar Marel myndu þá eignast 36% hlut.

Fyrir­hugað kaup­verð er 3,15 evrur á hlut eða 482 krónur miðað við skipti­gengi á 153,3 ISK/EUR.

Miðað við kaupverðið er virði Marels 371 milljarðar sem er töluvert hærra en núverandi markaðsvirði þrátt fyrir gengishækkun föstudagsins.

Sölu­hagnaður JBT af Aerot­ech nær því ekki upp í 25% af kaupverðinu sem félagið myndi þurfa að greiða í reiðu­fé verði af kaupunum.