Japanska jenið hefur ekki verið veikara gagnvart bandaríska dollaranum í tæplega 20 ár. Eftir að hafa fallið um tæplega hálft prósent í morgun hefur jenið veikst um tæplega 9% gagnvart dollaranum á einu ári.
Í umfjöllun Financial Times segir að laust taumhald peningastefnu Seðlabanka Japans á sama tíma og stærstu seðlabankar heims hafa hafið vaxtahækkunarferli hafi sett mikinn veikingarþrýsting á gjaldmiðilinn.
Japanski seðlabankinn ítrekaði nýlega að hann myndi áfram leggja sitt af mörkum til að halda ávöxtunarkröfunni á japanska skuldabréfamarkaðnum lágri. Jafnframt eru væntingar um að seðlabankinn hyggist halda stýrivöxtum lágum til skamms tíma.
Haruhiko Kuroda, seðlabankastjóri Japans, varaði við því í dag að vaxandi verðbólga sem skýrist af stórum hluta af verðhækkunum í innflutningi gæti hægt á japanska hagkerfinu. Fyrir vikið gæti seðlabankinn neyðst til að viðhalda lausri peningastefnu, að því er kemur fram í frétt Reuters .
Samkvæmt gögnum frá Seðlabanka Íslands hefur krónan ekki verið sterkari gagnvart japanska jeninu frá lok árs 2018. Gengi krónunnar gagnvart jeninu stendur nú í tæplega 1,024 krónum fyrir hvert jen.
Looks like the biggest monetary experiment in monetary history isn't going so well right now. Japan's Yen has fallen to its lowest level in 20yrs as the Bank of Japan continues to print money like crazy to keep 10y interest rates low, while Fed has done some monetary turnaround. pic.twitter.com/SfWjUbL45c
— Holger Zschaepitz (@Schuldensuehner) April 13, 2022