Japanska jenið styrktist veru­lega í nótt í kjöl­far þess að Jun­ko Nakagawa, sem situr í peninga­stefnu­nefnd japanska seðla­bankans, í­trekaði á opnum fundi að bankinn væri ó­hræddur við að hækka vexti enn frekar.

Sam­kvæmt The Wall Street Journal hefur jenið ekki verið jafn sterkt gagn­vart dal í átta mánuði.

Kazuo Ueda, seðla­banka­stjóri Japans, sagði ný­verið að bankinn myndi á­vallt að­laga peninga­stefnuna eftir á­standi hverju sinni.

Í ræðu Nakagawa í gær var þó að finna ögn bein­skeyttari tón er hún sagðist ekki hafa séð neina grund­vallar­breytingu á japanska efna­hagnum frá því að vextir voru hækkaðir og að hagnaður fyrir­tækja væri sögu­lega mikill.

Japanska jenið styrktist veru­lega í nótt í kjöl­far þess að Jun­ko Nakagawa, sem situr í peninga­stefnu­nefnd japanska seðla­bankans, í­trekaði á opnum fundi að bankinn væri ó­hræddur við að hækka vexti enn frekar.

Sam­kvæmt The Wall Street Journal hefur jenið ekki verið jafn sterkt gagn­vart dal í átta mánuði.

Kazuo Ueda, seðla­banka­stjóri Japans, sagði ný­verið að bankinn myndi á­vallt að­laga peninga­stefnuna eftir á­standi hverju sinni.

Í ræðu Nakagawa í gær var þó að finna ögn bein­skeyttari tón er hún sagðist ekki hafa séð neina grund­vallar­breytingu á japanska efna­hagnum frá því að vextir voru hækkaðir og að hagnaður fyrir­tækja væri sögu­lega mikill.

Í kjöl­far um­mæla hennar fór jenið í 141,50 á móti Banda­ríkja­dal en dalurinn var í 142,25 þegar ræðan hófst.

Seðla­banki Japans hækkaði vexti í júlí úr 0 til 0,1% í 0,25%. Verð­bólga á árs­grund­velli í Japan er í kringum 3%.