Japanska jenið styrktist verulega í nótt í kjölfar þess að Junko Nakagawa, sem situr í peningastefnunefnd japanska seðlabankans, ítrekaði á opnum fundi að bankinn væri óhræddur við að hækka vexti enn frekar.
Samkvæmt The Wall Street Journal hefur jenið ekki verið jafn sterkt gagnvart dal í átta mánuði.
Kazuo Ueda, seðlabankastjóri Japans, sagði nýverið að bankinn myndi ávallt aðlaga peningastefnuna eftir ástandi hverju sinni.
Í ræðu Nakagawa í gær var þó að finna ögn beinskeyttari tón er hún sagðist ekki hafa séð neina grundvallarbreytingu á japanska efnahagnum frá því að vextir voru hækkaðir og að hagnaður fyrirtækja væri sögulega mikill.
Japanska jenið styrktist verulega í nótt í kjölfar þess að Junko Nakagawa, sem situr í peningastefnunefnd japanska seðlabankans, ítrekaði á opnum fundi að bankinn væri óhræddur við að hækka vexti enn frekar.
Samkvæmt The Wall Street Journal hefur jenið ekki verið jafn sterkt gagnvart dal í átta mánuði.
Kazuo Ueda, seðlabankastjóri Japans, sagði nýverið að bankinn myndi ávallt aðlaga peningastefnuna eftir ástandi hverju sinni.
Í ræðu Nakagawa í gær var þó að finna ögn beinskeyttari tón er hún sagðist ekki hafa séð neina grundvallarbreytingu á japanska efnahagnum frá því að vextir voru hækkaðir og að hagnaður fyrirtækja væri sögulega mikill.
Í kjölfar ummæla hennar fór jenið í 141,50 á móti Bandaríkjadal en dalurinn var í 142,25 þegar ræðan hófst.
Seðlabanki Japans hækkaði vexti í júlí úr 0 til 0,1% í 0,25%. Verðbólga á ársgrundvelli í Japan er í kringum 3%.