Jóhannes Nordal, fyrrum seðlabankastjóri, er látinn 98 ára að aldri. Greint var frá þessu í Morgunblaðinu í dag.

Jóhannes, sem lauk doktorsnámi frá London School of economics árið 1953, gegndi embætti seðlabankastjóri frá stofnun bankans árið 1961 til 1993.

Hann var jafnframt heiðursdoktor við bæði félagsvísindadeild og viðskipta- og hagfræðideild Háskóla Íslands. Jóhannes er af mörgum talinn einn mesti áhrifavaldur um íslensk efnahagsmál.

Jóhannes var stjórnarformaður Landsvirkjunar frá stofnun 1965 til 1995, lengst af samhliða því að vera seðlabankastjóri.

Æviminningar hans, Lifað með öldinni, komu út í nóvember síðastliðnum. Eiginkona Jóhannesar var Dóra Guðjónsdóttir Nordal en hún lést árið 2017. Þau eignuðust sex börn.